Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 69
Selfljót í Útmannasveit
baksárósinn má líta óvænta sjón í
þessum þverskurði af jarðlögunum.
Eitthvert tröll hefur stigið ofan á
sléttan og mjúkan setlaga grunninn
svo hann hefur ýst upp í háan skafl,
svona fyrstu 1000 blöðin.
Hvaða tröll var þetta? Jú, þama
hefur jökulsporðurinn gengið fram
aftur.
Kuldaboli hefur snúið vörn í
sókn. Ekki samt til langframa. En
einmitt á sama tíma og Tjarnalands-
námurnar vom að verða til.
Uppfyllingarvinnan hófst svo
aftur og lónið orðið fullt, kannski
um 6000 f.kr. og þá er margt búið að
gerast, jöklamir flúnir til háfjalla,
blessuð sumarsólin baðar allt Hér-
aðið og er hvarvetna búin að leggja
grunn að lífríki framtíðarinnar.
Landið hefur allt risið úr sæ.
Selfljótið í fullri vinnu við að útbúa
sinn sérstæða farveg í mörgum
bugðum í gegnum allan setlaga-
staflann sem var búinn að fylla
fjarðarbotn. Frá Fljótskletti og útfyrir
Ártúnsbæinn tekur það 13 krappar beygjur
og myndar þannig jafn marga tanga sem
flestir kallast oddar. Einu nafni Oddarnir
og eiga vart sinn líka (sjá mynd á opnunni
hér á undan).
Það sem er skráð hér að framan er gróf
útfæsla eftir mínu höfði á tilgátum jarð-
fræðinganna Guttorms Sigbjarnarsonar og
Freysteins Sigurðssonar sem þeir hafa sett
fram í spjalli við mig. Tilgátur þeirra
byggjast að sjálfsögðu á því sem best er
vitað í dag um ísaldarlok. Til dæmis hafa
sjávarskeljar sem Ágúst Guðmundsson
jarðfræðingur tók í jökulleir, neðarlega í
fljótsbakkanum neðan við Rauðholt fyrir
nokkrum árum, verið aldursgreindar um 9
þúsund ára.
BeinageitaJJall og Bjarglandsárfossar utan við
Fosshnjúka. Ljóstn. höfundur.
Blár og sandar utan við Höfða
Þarna fyrir ca átta þúsund árum hefur
Héraðsfjörðurinn væntanlega náð inn fyrir
neðan Hrollaugsstaðakletta, eða inn undir
áðurnefnda Höfða, en tapar síðan ríflega
kílómetra af lengd sinni á hverri þúsöld. Sú
ramma hamhleypa, Jökla (Jökulsá á Dal),
leggur til mest af efninu sem fyllir Ijörðinn;
fljótin tvö ásamt haföldunni hjálpa henni að
slétta úr öllu.
Jökla gerir sér nýja farvegi á hverri öld,
jafnóðum og þeir gömlu fýllast af fram-
burði. Fullvíst er að á einhverju tímaskeiði
hafi hún afhent Lagarfljóti meira eða minna
af vatni sínu og framburði og allur flaum-
urinn farið austur um Steinboga framan við
67