Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 73
Selfljót í Útmannasveit
0 , Blár og Eyjar. Unaós í hœgra horni niðri. Ljósm.
og oprcKcincs. SGÞ*
Grænuhlíðar-
m.a. sé þar mikið af
þörungum sem myndi víða
samfelldar mottur á leirum
meðfram bökkunum á milli
Klúku og Gagnstöðvar þeg-
ar lítið er í því. Einnig
nefndi Helgi skriðlíngresi,
þráðnykru ofl. Torfbotn mun
algengastur frá Höfðunum
við brúna og út að Jórvíkur-
klettum. Sandbotninn er
algengastur alla leiðina en
leirinn er þó allvíða harður
og háll þar sem frost hefur
ekki náð til hans, en gljúpur
og mjög hvimleiður undir
fæti víða meðfram bökkun-
um við vatnsborð þar sem
frost nær að losa hann.
Straumur sést varla
neins staðar nema á grjót-
garðinum við Höfðana.
Stefnan er nokkuð bein til
hafs frá því beygt er fyrir
Kolagrafaoddann austur af
Artúni, allt út hjá Jórvík.
Þó myndar það tvö nes utan
við bæ í Rauðholti, Stóranes
Víðinesið er þar fyrir utan, í
landi, gegnt Laufási. Setlagabakkar eru
þarna óvíða og helmingi lægri heldur en
inná Hreimsstaðaoddum.
Sunnan við Höfða hallaði blánum yfir-
leitt niður að fljótinu. Nú hafa þær allar
verið ræstar fram. Utan við Höfða eru bakk-
arnir yfírleitt um þrem metrum yfír lægstu
vatnstöðu fljótsins, en '/2 - I metra hærri en
blárnar beggja vegna, sem eru nærri mar-
flatar á þessu svæði. Því gerist það oft í
stórrigningum að þarna verður til eins konar
innhaf, allt að 3-ja km breitt, þar sem mest
er.
Austan við Gagnstöð verður bæði breidd
og dýpt fljótsins jafn meiri þar sem vatnið
úr Bjarglandsá bætist fljótlega við, auk þess
sem sjávarföllin fara að leika stórt hlutverk
við að teija eða flýta útstreymi vatnsins.
Því er ekki að furða að flóð geta orðið mikil
þegar allt fer saman sterk hafátt, stórstreymi
og stórrigning og fara þá allar hinar lægri
blár undir vatn og ekki óþekkt að sauð-
kindur hafi þá farist. Yfirleitt stendur þó
rönd af fljótsbökkunum upp úr sem getur þá
orðið skepnum til bjargar.
I góðum árum munu grasnytjar af
engjalöndum í Hjaltastaðaþinghánni hafa
71