Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 75
Selfljót í Útmannasveit
Við Krosshöfða var skipað upp vörum ef sjór var ládauður eða hœg landátt. Ljósm. SGÞ.
Folann járna fýsir mig
að framkvæma í skyndi.
Til þess arna þarf ég þig,
þá er allt í lyndi.
Þegar skeifur þétt að fót
þú hefúr náð að festa
Ég í spretti fer út fljót,
fæ þá skemmtan besta.
Stundum hagaði svo til að svellin voru
ekki samfelld nema á Selfljótinu. Þá varð
það að þjóðbraut. Þá voru hestasleðarnir
teknir fram til vöruflutninga. Á fyrri hluta
síðustu aldar var ýmist vöruafgreiðsla eða
sjálfstæð verslun á Krosshöfðanum sem er
austan við fljótsósinn um 3 km utan við
Ósbæinn. Þar var skipað upp vörum, ef
sjór var ládauður eða hæg landátt, og
þangað þeystu menn á sínum hestasleðum
þegar leiðið kom, af öllu Út-Héraðinu og
jafnvel ofan af Jökuldal, að sækja fóðurbæti
og aðrar nauðsynjar.
Stundum var nokkuð af vörum líka flutt
yfir í Gagnstöð og dreift þaðan því ísinn var
oft óstöðugur og ótryggur á ysta hluta
fljótsins vegna sjógangs og sjávarfalla.
Leyfum þá hugarfluginu að leiða okkur aftur
í aldir til þess tíma þegar léttbyggð kaupskip
lönduðu vörum í Amarbæli. Þá gat komið
sér vel að nota þjóðbrautimar sem vetur
konungur lagði yfir ár og blár til þess að
flytja tólg og prjónles og aðra söluvöm á
hafharstað, þegar leiði gafst, og eiga þar
skýli bæði fyrir þetta og útlendu vöruna og
minni ég á það sem áður var sagt um minjar
á þessum stað. Trúlegt er að á öllum öldum
hafí eitthvað verið reynt að nota ósinn fyrir
innsiglingu, sbr sagnir um útgerð frá Eiða-
veri utan við Ós á 16. og 17. öld.
I lokin ætla ég að minnast á annars kon-
ar flutning, sem fram fóru á Fljótinu 1936,
og eru einstakir, en segja nokkra sögu um
þetta einstaka vatnsfall. Það var þegar það
var brúað hjá Heyskálum og enginn ak-
vegur nær en inn hjá Ketilsstöðum.
73