Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 84

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 84
Múlaþing þeirra Möðrudalshjóna. En Vilhjálmi leist veðrið ekki svo vont að ástæða væri að setjast um kyrrt, enda útlit fyrir að fremur mundi draga úr veðri er á daginn liði, eins og varð. Kristjönu þótti ég ekki nógu vel búin til handanna, ég mun hafa verið með hanska. Hún fór og sótti nýja ullarvettlinga handa mér og sagði að hann Friðrik sinn ætti þetta nú hjá sér. Oft hefur mér orðið hugsað til þessa þegar ég hef verið svo heppin að geta greitt götu þeirra sem á þurftu að halda, sem oflt bar við meðan við bjuggum á Hraunum á Fljótum. Ognir öræfanna Eftir að hafa þegið ábendingar og heil- ræði af fólkinu á Grímsstöðum héldum við af stað út í óvissuna. Urkoma var ekki mikil, þó festi snjó í skjóli og rofabörðin virtust hrikaleg ásýndum. Mér eru þau sérstaklega í minni. Við höfðum hríðarslitringinn lítið eitt til vinstri, þar sem áttin var til suðausturs. Hestamir vom ótrúlega viljugir þrátt fyrir veðrið og fórum við greitt yfir. Við sáum ekki nema annað veifið til vegar sem þó var enginn vegur því það voru aðeins bílaslóðir frá sumrinu áður sem víða höfðu máðst út í leysingum. Þetta var svo snemma sumars að enginn bíll hafði þá enn farið þarna um. Ekki get ég neitað því að ótti læddist að mér. Eg vissi um víðáttur öræfanna þótt ég hefði aldrei séð þær sjálf fyrr en nú. En áfram héldum við, Vilhjálmur var ódeigur og lét ég hann ráða ferðinni. Það var búið að segja okkur hver vega- lengdin var í kílómetrum og við gerðum okkur fulla grein fyrir hve langt þetta var. En óvíst er hvernig farið hefði ef við hefð- um ekki haflt hliðsjón af símalínunni, því skyggnið var það lítið. Við fórum t.d. fram- hjá bænum í Víðidal án þess að sjá hann. Þegar við nálguðumst áfangastað létti aðeins í lofti og skyggni varð meira, og viti menn, þarna loksins blasti bærinn í Möðru- dal við, umlukinn sólstöfum, undan hríðar- bakkanum sem var nú að greiðast úr. Það var orðið úrkomulaust og veður fór óðum batnandi. Við urðum mjög fegin þegar við sáum bæinn í Möðrudal. Ekkert höfðum við getað stansað til þess að athuga nestið í töskunni, enda hefur það líkast til ekki verið beint lystugt eftir flugnafarganið við Mývatn daginn áður. Við vorum því orðin þurfandi fyrir hressingu. Möðrudalur á Fjöllum Möðrudalur, já, Möðrudalur er kapítuli út af fyrir sig. Við riðum heim að bænum og ég gerði boð fyrir Kristínu skólasystur mína, og út komu bæði hún og Jón bóndi fóstri hennar. Það urðu fagnaðarfundir með okkur Stínu og hún sagði fóstra sínum strax öll deili á mér. Þarna var nú ekki í kot vísað. Jón bóndi sendi einn af heimamönnum með Vilhjálmi að ganga frá hestunum en tók um axlir mér og leiddi mig inn að kyntum ofni í einu horni stofunnar og hóf að segja mér gamla sögu af konu sem hafði farið einhesta á grárri hryssu frá Akureyri og austur á land. Hún átti enga peninga og fór dagfari og náttfari þar til hún kom á bæ þar sem hún var alveg viss um að þurfa ekki að borga fyrir sig, og það var í Möðrudal. Já, viðtökurnar voru frábærar bæði í mat og drykk og þá ekki síst í því að skemmta okkur. Jón bóndi tók til orgelsins og spilaði og söng og vildi endilega að við syngjum með, og þegar hann heyrði að Vilhjálmur hafði söngrödd stóð ekki á honum að spila. Vilhjálmur Snædal á Eiríksstöðum var þama gestkomandi og var það hin besta skemmtun að heyra þá ræða saman Jón og hann. Einnig var Vilhjálmur einstaklega 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.