Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 85
Brúðkaupsferð á hestum 1944
í Möðrudal. Rúnar Guðmundsson Hrafnabjörgum, Vilhjálmur, Jónína, Ingibjörg Eggertsdóttir og Jón
Stefánsson í Möðrudal. Ljósm. frá höfundi.
ljúfur í minn garð sem má rekja til þess að
bróðurdætur hans, Karen og Steinunn Snæ-
dal, voru skólasystur mínar frá Hallormsstað.
Kvöldið leið við söng og dans því Jón
spilaði fyrir okkur eigin danslög og lét
hvorki laust né fast að við dönsuðum eftir
músíkinni.
Það greiddist úr öllum óveðursskýjum er
leið á kvöldið. Sólin skein í ægifegurð yfir
fjöllin og Herðubreið reis köld og tíguleg
sem drottning móti stofúglugganum.
Ég stóð í þögulli aðdáun og virti fyrir
mér auðnina sem mér fannst vera svo
átakanleg þegar litið er til búskapar, og ég
segi svona við Jón bónda sakleysislega: -
Hvar heyjið þið?
Hann svaraði að bragði: - Guð fyrirgefi
þér kona, hér má slá á stökki allt sumarið.
Ekki var að undra þótt bóndinn yrði hissa
nreð annað eins landflæmi til heyskapar.
Já, kvöldið leið, og þegar við vorum
orðin þreytt að dansa var farið að syngja og
alltaf spilaði Jón. Hann var mjög hrifinn af
því hvað Vilhjálmur söng vel og kallaði
hann listamann á því sviði. Á þessu gekk til
kl. 3 um nóttina að við gengum til náða eftir
eitt ógleymanlegasta kvöld sem ég hef
lifað.
Heima
Morguninn efltir var yndislegt veður,
sólskin og blíða. Við lögðum ekki af stað
fyrr en eftir mat og þau fylgdu okkur á leið,
Stína og fóstri hennar. Það var ekki gert
endasleppt við okkur á Fjallabænum fræga.
Við riðum svo suður eða suðaustur
Jökuldalsheiðina og nú var ekki vandratað,
skínandi bjart til allra átta. Bæði við og
hestarnir í ágætu formi. Við áðum lengi á
Ármótaseli sem var ekki löngu komið úr
byggð. Hestunum þótti gott grasið á
fjallatúninu.
Ég fór að kannast við mig þegar ég sá til
Dyrfjallanna minna, og senn blasti Héraðið
83