Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 89
Frá Skriðdælingum og Jökuldalsfólki
Vað í Skriðdal lengst til hœgri á myndinni. Þau jjöll sem hœst ber eru Sandfell, Skúmhöttur og Hall-
bjarnarstaðatindur (innst). Ljósm. SGÞ.
3. Hermann f. 19. október 1831, varð
mánaðargamall, dó 17 nóv. 1831.
4. Sigbjörn f. 1. maí 1839, foreldrar í
vinnumennsku á Hallormsstað, varð þriggja
vikna, dó 23. maí úr barnaveiki.
5. Sigríður f. 5. janúar 1842, foreldrar í
vinnumennsku í Flögu í Skriðdal. Hún varð
rúmlega mánaðargömul, dó 12. febrúar það
ár.
Þau Snjólfur og Ásdís bjuggu á Vaði í 14
ár, eða fram til vors 1832, en eftir það hófst
hrakningur þeirra um héraðið, og bömunum
var tvístrað og hjónin voru oft ekki á sama
bæ. í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar frá
Eyvindará er talið að þau Snjólfur og Ásdís
hafí ekki orðið á eitt sátt og skilið, og vera
má að sökum fátæktar og jarðnæðisleysis
hafi hjónabandið slitnað að nokkm, slíkt
skeði víst oftar en sögur herma, en þau voru
þó saman á Hallbjamarstöðum um hríð með
böm sín Ingibjörgu og Rut, en þar kom þó að
Ásdís fór burtu, að Borg til Eyjólfs Þórð-
arsonar bónda þar, og hefur hún haft með sér
dóttur sína Ingibjörgu sem þá var 5 ára. I
stuttu máli tóku þau Eyjólfur fram hjá mök-
um sínum og fæddist piltur sem skírður var
Björn, um 1834. (Eyjólfur Þórðarson flutti
búferlum suður yfír Breiðdalsheiði að
Ásunnarstöðum 1836). En ef til vill hefur
hjónabandið eitthvað styrkst að nýju, því
vorið 1835 fóru þau Snjólfur og Ásdís að
Stuðlum í Reyðarfírði með tvö af börnum
sínum, þau Halla 8 ára og Ólöfu 9 ára, og
auk þess hygg ég að sonur Ásdísar, Björn
Eyjólfsson hafi verið með í tor, sem er líka
lýsandi dæmi um það að hjónin vildu í raun
ekki skilja. Á eftir þeim munu hafa komið
tvö stálpuð börn þeirra að Stuðlum, annað
að vísu milli tektar og tvítugs, þau Rut 13
ára og Rustikus 16 ára. Önnur börn þeirra
voru á bæjum á Héraði. Á Stuðluni voru
87