Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 93
Frá Skriðdælingum og Jökuldalsfólki
Norðurdalur (Geitdalur) og Suðurdalur Skriðdals. Við vinstri jaðar sést Skriðuvatn en Vatnsskógar eru
austan þess. Þingmúli og Flaga við mynni Norðurdals, Þorvaldsstaðir og Geitdalur innar. Ljósm. SGÞ.
Katrín Jörundsdóttir bjuggu á Vattarnesi við
Reyðaríjörð árið 1804. Hann naut lítillar
uppfræðslu í æsku, og dróst ferming hans á
langinn, hvort sem vera kann vegna van-
rækslu sóknarprestsins eða foreldranna,
samanber þvælinginn og óvissa dvalarstaði
samkvæmt Ættum. Sigríður Eiríksdóttir var
fædd á Grund í Mjóafirði um 1800, dóttir
Eiríks Einarssonar, Árnasonar, Grímssonar
sakamanns undan Jökli (sbr. Einar Jónsson
vestfirski, sjá Ættir 13671), en ekki er ljóst
hver móðir hennar var. Þau Sigríður og Jón
gengu í hjónaband 16. nóvember 1826, en
áður höfðu þau átt þrjú börn, hvar af eitt
sem fætt var í Norðfirði, og dó í frum-
bernsku, en önnur börn þeirra voru fædd á
Eldleysu. Heimilisfaðirinn féll frá 31. maí
1840, og eftir það tvístruðust börnin, og
1842 fór ekkjan með tvo syni sína, þá Her-
mann og Kjartan, til Jökuldals hvar hún
vistaðist fyrst að Hákonarstöðum, en kom
svo sonum sínum báðum fyrir í Hnefilsdal.
Hún fór 1846 frá Teigaseli að Rangá í
Tungu og kemur ekki meira við sögu hér, né
heldur Hermann sonur hennar.
Kjartan Jónsson óx upp í Hnefilsdal, en
síðar á Gauksstöðum, þar sem saman mun
hafa borið fundum þeirra Ingibjargar
Snjólfsdóttur sem kom þangað frá Surts-
stöðum í Hlíð vorið 1859. Haustið 1860,
20. október, gengu þau Ingibjörg og Kjart-
an, í hjónaband í Hofteigskirkju, bæði
vinnuhjú í Hnefilsdal. Svaramaður hans var
Guðmundur Magnússon bóndi í Hnefilsdal
og hennar Kristján Kröyer á Hvanná.
Þau Ingibjörg og Kjartan voru í hjóna-
91