Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 95
Frá Skriðdælinguni og Jökuldalsfólki
Hnefilsdalur hœgra megin við miðja mynd og Hofteigur í vinstra horninu niðri. Ljósm. 23. maí 2001. SGÞ.
varð mikill örlagavaldur fyrir fólk á svæð-
inu, sem þá flykktist brott úr héraðinu, flest-
ir til Vopnaijarðar í fyrstu en síðan vestur
um haf næsta vor. Þess má geta að árferði
hafði verið afar erfitt undanfarin ár með
hafísum og grasbresti sökum kulda, en
þegar eldgos bættist við hefur fólki að von-
um fundist mælirinn vera fullur. Þess skal
þó geta til fróðleiks að veturinn fyrir ösku-
fallið er sagður hafa verið mildur.
Fólk í Víðihólum hlaut sem aðrir að
hörfa undan öskunni, og fóru þau hjónin
Arnbjörn og Sigurbjörg að Svínabökkum í
Vopnafirði, hvar Arnbjörn lést um haustið,
hinn 4. október. Mun hann ekki hafa verið
heilsuhraustur og ekki áttu þau hjón afkom-
endur sem ætt kom frá.
Arsdvöl Ingibjargar í Brunahvammi
hafði þær afleiðingar að hún varð ófrísk
eftir vinnumann sem hún var þar samtíða,
en þrátt fyrir það tók hún gagnstæða stefnu
við flesta vorið 1875 og hélt til Jökuldals á
vit Bjarna Rustikussonar og gerðist bústýra
hjá honum. Hann tók til bragðs að vera kyrr
á öskusvæðinu og fóru þau Ingibjörg niður
til dalsins að Hákonarstöðum, hvar þau
þraukuðu í öskunni næsta fardagaár og
einneigin höfðu þau vinnumann og vinnu-
konu, og börðust við að ná heyjum handa
búpeningi um sumarið, jafnvel á túnum og
holtum sem þannig hagaði til að askan
annað tveggja fauk af, ellegar hún rann af í
leysingum um vorið, en einnig í Heiðinni
góðu. Þá var það að til spurðist að á Tang-
anum (þ.e. Kolbeinstanga) væru ýmsar
jarðir í öskusveitunum sem áður voru taldar
með betri jörðum, jafnvel vildisjarðir, væru
boðnar til sölu á spottprís, því eigendur
hugsuðu stíft til Ameríkuferðar.
I byrjun vetrar, hinn 29. október 1875,
fæddi Ingibjörg son sem skírður var Sigur-
jón hinn 20. nóvember, en faðirinn, Sigur-
jón Jónsson, var þá sagður vinnumaður á
Mel í Heiðinni. Skírnarvottar voru þau Jón
og Þórdís á Skjöldólfsstöðum og Kristján
Kröyer á Hvanná (líka er nefndur Jóhann
93