Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 97
Frá Skriðdælingum og Jökuldalsfólki
braust gegn um öskulagið
forðum daga, og einneigin
fætt honum börn þó kæmi
fyrir lítið. Hún hafði og
verið fyrir búi hans
innanhúss sem utan í all-
nokkur ár, og trúlega ekki
dregið af sér að hafa
heimilið aðlaðandi af
litlum efnum, en sumar
konur í þann tíð höfðu
undravert lag á að hagnýta
allt það sem þær höfðu
handa á milli, þó oft væri
lítið, heimilinu til gagns.
Er svona var komið
blasti raunar ekkert annað
við fyrir Tngibjörgu en að
feta hinn grýtta stíg vinnu-
konunnar á ný, en þó sýnist
sem hún hafi verið eitthvað
áfram á Grund, en árið
1884 er hún komin að Ar-
mótaseli og vera má að
Bjarni hafi þar haft hönd í
bagga, en þar bjó bróður-
sonur hans um þær mundir;
Björn Sigurðsson og kona hans Guðrún
Pétursdóttir (2189-4300). Af börnum
hennar sem alls urðu átta talsins, voru á lífi
um þessar mundir þrír synir, tveir komnir
um og yfir tvítugt, en hinn þriðji (Hárekur)
á fermingaraldri á Grund hjá fbður sínum
og nýju konunni hans Rósu Jósepsdóttur,
hvar hann fermdist vorið 1885.
Þess má geta að ekki varð langt á milli
þeirra Bjarna að síðustu, því Ingibjörg
andaðist í Hofteigi hinn 4. september 1887,
57 ára að aldri, en Bjarni Rustikusson hafði
látist á Grund um það bil hálfu ári fyrr, eða
hinn 6. mars.
Horft upp efri hluta Jökuldals. Arnórsstaðir neðst,
þá Merki austan ár og Klaustursel innar. Ljósm.
SGÞ.
Hárekur Bjarnason og Ingibjargar
Snjólfsdóttur var vinnumaður á Jökuldal
alla ævi, síðast og lengst í Hnefilsdal. Hann
giftist ekki né átti börn Hann var heilsu-
tæpur, hafði ungur fengið útvortis berkla en
læknaðist af þeim. Hann var stórvandaður
maður til orðs og æðis, og hefi ég fyrir því
orð Þorkels Björnssonar frá Hnefilsdal, sem
mundi hann, en Hárekur var vinnumaður
hjá foreldrum hans. Hann lést í Hnefdsdal
hinn 21. janúar 1922 51 árs að aldri (fæddur
1871 á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð). Dánarmein
hans var lungnabólga, og hvílir hann í
95