Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 99
Frá Skriödælingum og Jökuldalsfólki
börn, en það væru hugsanlega einu afkom-
endur þeirra Ingibjargar Snjólfsdóttur og
Kjartans Jónssonar vestur þar, en hvort
Ingibjörg á afkomendur vestra eftir son sinn
Sigurjón, sem fæddur var á Hákonarstöðum
1875, hefí ég ekki vitneskju nú um stundir,
og einnig mætti spyrja hvort hún á afkom-
endur eftir sonarsoninn Jón Kjartansson
sem vestur fór með móður sinni - sjá hér
síðar, hefí ég heldur ekki vitneskju um, en
erfítt er að henda reiður á Jónum í
Vesturíslenskum æviskrám. Líklegt er að
hún eigi, eða hafí átt afkomendur sunnan-
lands, eftir Júlíönu Jónsdóttur sem fædd var
á Gauksstöðum 1857
Kjartan Guðmundur Kjartansson og
Ingibjargar Snjólfsdóttur sem fæddur var
1864 var kannski ekki jafn heppinn og
Gunnar bróðir hans, því hann ólst upp á
hrakningi milli bæja, kallaður sveitarlimur
eða niðursetningur eftir atvikum, fyrst á
Jökuldal, síðan úti í Tungu, og hann kom
1879 frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafírði
austur og er á Surtsstöðum í Hlíð 1880, þá
16 ára. Hann mun hafa komið úr Hlíð til
Jökuldals um 1886. Árið 1889 er hann
vinnumaður í Hnefilsdal, hvar hann var
samtíða Pálínu Hildi Björnsdóttur sem fædd
var á Háreksstöðum hinn 16. ágúst 1867, en
hún var dóttir hjónanna Björns Ámasonar
sem upprunninn var í Loðmundarfírði og
Vilhelmínu Friðriku Jónsdóttur frá Háreks-
stöðum (5380-4569), en þau höfðu gengið í
hjónaband árið áður en dóttir þeirra fæddist,
eða hinn 12. október 1866. Bæði höfðu
verið giflt áður, og hafði Björn átt Hildi
Bessadóttur frá Giljum á Jökuldal og
bjuggu þau skamma hríð á Hálsi í
Eiríksstaðaheiðinni uns Hildur lést árið
1863. Vilhelmína Friðrika hafði átt Pál
Pétursson frá Háreksstöðum, en hann hafði
látist hinn 11. febrúar 1866. Ekki varð sam-
vera þeirra Björns og Vilhelmínu löng, eða
Agúst Jónsson hómópati Ljótsstöðum Vopnajirði.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 70-493.
rétt um tvö ár, því í ferð til Vopnafjarðar
snemma vetrar 1867, eða hinn 30. nóvem-
ber, lést hann í Strandhöfn, en ekki getur
presturinn um hvað varð honum að aldur-
tila. Hefur hann máske verið að sækja
sjávarfang til heimilisins á Háreksstöðum,
ellegar hann hefur verið við útróðra frá
Strandhöfn, en þaðan mun hafa verið róið á
fyrri tíð, eins og nafnið bendir til. Við fráfall
hans varð upplausn í heimilinu á Háreks-
stöðum, sem reyndar er líklegt að byrjað
hafí áður við fráfall Páls, og vorið 1870 fór
Vilhelmína með móður sína og tvö börn sín,
þar á meðal Pálínu Hildi, austur til Djúpa-
vogs, og fylgdi þeim ráðsmaður þeirra
Einar Pétursson (2040). Þau Einar og
Vilhelmína gengu í hjónaband austur þar og
bjuggu í Hálssókn nokkur ár, en annars-
staðar mun ég fjalla nánar um það. Þau lifa
af sjósókn á Fossi í Seyðisfirði árið 1880
með son sinn Hans, sem þá var 7 ára, og
einnig er Pálína Hildur hjá þeim, 13 ára þá.
97