Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 100
Múlaþing
Þórunn Sigurðardóttir og Vilhelm Kjartansson Hallgeirsstöðum. Ljósmyndari Stúdíó Ijósmyndastofa.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 97-60-798.
Vilhelmína fór með son þeirra Einars vest-
ur um haf frá Vestdalseyri 1889, en hann
var kyrr hér á landi og tók saman við aðra
konu.
Pálína Hildur Björnsdóttir fór ekki
vestur í þetta sinn, heldur leitaði sér vistar á
Jökuldal, og kom voriðl886 frá Seyðisfirði
að Hvanná. Hún var vinnukona í Hnefilsdal
1889 og þar lágu saman leiðir þeirra Kjart-
ans Guðmundar, og um haustið, hinn 10.
október, voru þau samangefin í Hofteigs-
kirkju, bæði vinnuhjú í Hnefilsdal. Arið
eftir voru þau vinnuhjú á Gauksstöðum og
þar fæddist fyrsta barn þeirra hinn 11. ágúst
1890, og hlaut nöfnin Björn Vilhelm. Vorið
eftir fóru þau að Ekkjufelli í Fellum með
son sinn og þaðan að Meðalnesi og þar
fæddist annað barn þeirra hinn 29. septem-
ber 1892 og hlaut nafnið Björgvin. Eftir það
fór ijölskyldan að Heiðarseli í Tungu, og
þaðan að Böðvarsdal í Vopnafirði 1894 og
þaðan að Fagradal, hvar þau voru í vinnu-
mennsku, en þar lést Kjartan vorið 1895,
hinn 7. maí, en ekki tilgreinir presturinn
orsök fyrir burtkvaðningu hans, en getur
þess hins vegar að hann hafi verið snauður
(eigur engar).
Pálína Hildur kom frá Fagradal það
sama vor austur yfir Hellisheiði með syni
sína Björgvin, sem þá var þriggja ára, og
Björn Vilhelm fimm ára sem fylgdi móður
sinni að Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, en Björg-
vin var settur niður í Grófarseli. Um vetur-
inn hinn 16. janúar 1896 fæddi Pálína son í
Sleðbrjótsseli sem skírður var Jón. Svo er
að sjá að næstu misserin hafi ekki linnt
hrakningum þessa fólks milli Vopnaljarðar
og Jökulsárhlíðar, því í prestþjónustubók
98
j