Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 101
Frá Skriðdælingum og Jökuldalsfólki
segir að Björn Vilhelm hafi árið 1896
komið frá Fagradal til Hlíðar, en Björgvin
hafi árið 1897 komið frá Böðvarsdal til
Hlíðar, og er þetta glöggt dæmi um hrakn-
ing þann sem fátæk börn urðu oft að þola
við missi foreldris. Um þær mundir var
móðir þeirra á vist í Sleðbrjótsseli.
Kristján Ágúst Frímannsson. Nokkur
smábýli eru nefnd í eða við Vopnaijarð-
arkauptún, og á sumum þeirra var stundum
búið með nokkrar kindur og stundum eina
kú. Vorið 1898 réðst Pálína Hildur ráðskona
til Kistjáns Ágústs Frímannssonar að Nýja-
bæ, en Frímann faðir hans var sonur Ágústs
Jónssonar smáskammtalæknis á Ljótsstöð-
um, en kona Frímanns var Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Urðarteigi við Beruljörð, en þar
höfðu þau Frímann fyrst búið með foreldr-
um hennar, og þar var Kristján Ágúst
fæddur um 1863, svo hann var Ijórum árum
eldri en Pálína. Þau fluttu frá Nýjabæ að
Ljótsstöðum árið 1902, en ekki hefur það
verið hugsað til frambúðar, því þaðan fóru
þau vestur um haf árið eftir, hann kallaður
vinnumaður en hún húskona, og hvorki er
skips né áfangastaðar getið. Með þeim fór
dóttir þeirra sem Halldóra hét eftir lang-
ömmu sinni á Ljótsstöðum í föðurætt,
tveggja ára um þær mundir, og sonur Pálínu
Jón Kjartansson sem fæddur var í Sleð-
brjótsseli sjö árum fyrr. Þá urðu eftir í
niðursetu í Hlíð tveir synir hennar, þeir
Björgvin og (Björn) Vilhelm, hvar þeir
ólust upp til fullorðinsára. Harla litlar
upplýsingar er hins vegar að fá um þau
Kristján Ágúst vestur þar, og ekki sýnist
þeirra vera getið í Vesturíslenskum æfi-
skrám sem út eru komnar nú um stundir, en
í Almanaki Olafs Thorgeirssonar frá 1953
kemur fram að Pálína Hildur lést hinn 3.
febrúar 1952, ekkja eftir Ágúst Freemanns-
son sem lést 1936, og hefur hann þá verið
79 ára, en hún verið á átttugasta og fimmta
Þórstína Þorsteinsdóttir Asgrímsstöðum. Kona
Vilhelms Kjartanssonar. Ljósmyndari Eyjólfur
Jónsson. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 97-70-
2275.
aldursári þegar hún lést. Fram kemur og að
þau voru búsett við Quill Lake frá ár-
inul905.
Björgvin Kjartansson og Pálínu Hild-
ar ólst upp í Hlíð, í Fögruhlíð 1901, Másseli
1903. Hann fermdist 1907, var þá á Sleð-
brjót hjá hjónunum Stefáni Sigurðssyni og
Björgu Sigmundsdóttur. Hann var vinnu-
maður framan af, bæði í Hlíð og Vopnafirði,
en síðar var hann „sjálfs sín“ með nokkrar
kindur í útjaðri Vopnafjarðarkauptúns.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Björn Vilhelm Kjartansson og Pálínu
Hildar ólst upp í Hlíð, og notaði einungis
seinna nafnið. Hann fermdist 1905 og var
þá á Hallgeirsstöðum hjá hjónunum Magn-
úsi Sigbjörnssyni og Jónínu Björnsdóttur.
Hann var á Torfastöðum 1918, og sam-
99