Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 105
Fellamaður á
Fjarðaröldu
Indriði Gíslason
Lengi áttu íslendingar alla sína verslun
að sækja til danskra kaupmanna.
Stóðu bændur oftast höllum fæti í
skiptum sínum við þessa erlendu menn sem
réðu lögum og lofum. Ekki þarf að rekja hér
það óréttlæti sem ríkti á tímum einokunar í
verslunarmálum en Stefán prestur og skáld
í Vallanesi lýsir ástandinu í kunnri vísu:
Danskurinn og tjanzkurinn á Djúpavog
hann dregur að sér auðinn við brimseltusog
með ijandlega gilding og falska vog,
færi betur reyrðist um hálsinn hans tog,
við landsfólkið setur hann upp ragnið og rog,
reiðin hann tekur sem geysilegt flog.
mart hann fyllir af mörnum trog,
maðurinn kann í íslenzku já, já og og.
(Stefán Ólafsson 1886:62)
I vísunni kemur fram megn andúð á danska
kaupmannavaldinu og sú afstaða entist
lengi hér á landi. Þó einokun lyki að nafn-
inu til þegar leið að lokum 18. aldar stóð
veldi danskra selstöðukaupmanna miklu
lengur eða allt framundir lok 19. aldar —
sumstaðar kannski lengur.
I sagnasöfnum af Austurlandi eru nokk-
uð margar sögur af viðskiptum manna við
Bréf frá Gísla Sigfússyni til Sigmundar Matthías-
sonar (í Þjóðskjalasafni (N-Múl, 4-5)).
danska selstöðukaupmenn og þjóna þeirra.
Eru þær flestar með því móti að íslenskir
menn láta í engu sinn hlut og leika kaupa-
héðna stundum grátt. Sigfús Sigfússon
rekur m.a. slíkar sögur af Hafnarbræðrum
og Svarta-Halli en hann lifði til 1866. Er
Ijóst að menn hafa viljað halda slíkum sög-
um á lofti, kannski sem einskonar sárabót
fyrir hrakfarir í viðskiptum. Og kannski var
ekkert verið að gera hlut íslendinga minni
en efni stóðu til. Yngsta frásögn af þessu
tagi sem mér er kunnugt um er sú sem faðir
minn, Gísli Helgason í Skógargerði, skráði
af viðskiptum Gísla Sigfússonar, síðast
bónda í Meðalnesi í Fellum, við danskan
verslunarþjón á Seyðisfirði. Er ætlunin að
gera þeirri sögn nokkur skil hér á efitir.
Verður fyrst sett saman frásögn þar sem
farið er eftir dómabók Norður-Múlasýslu
og fylgiskjölum með henni. í lokin verður
hugað að sögunni eins og hún birtist í
Austfirðingaþáttum Gísla í Skógargerði.
Viðburðarík kaupstaðarferð
Þar er þá fyrst til að taka að í byrjun þorra
árið 1879, þann 28. janúar, voru tveir ungir
Fellamenn staddir á Fjarðaröldu, komnir
gangandi ofanyfir Fjarðarheiði að fara í
kaupstað á Seyðisfirði. Þetta voru þeir Gísli
Sigfússon 24 ára, vinnumaður á Birnufelli
103