Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 113
Fellamaður á Fjarðaröldu
mánudag. Páll var þar mættur
fyrir hönd kærandans. Ekki kom
Thostrup sjálfur fyrir réttinn en
fulltrúi hans var Gísli Wium
snikkari á Fjarðaröldu.4 Dómari
kannaði fyrst hvort hægt mundi
að koma á sættum en ekki var við
það komandi.
Páll Vigfússon fylgdi kæru-
skjalinu úr hlaði og lagði áherslu
á þann óvildarhug sem Thostrup
hefði sýnt kærandanum. Þegar
hann minnist á 4. póstinn segir
hann „að allt líti út fyrir að
Thostrup það kvöld hafi fundið
sérlega köllun hjá sér til að vera
meinsmaður Gísla“.
Gísli Wium bar rösklega blak
af skjólstæðingi sínum ljarstödd-
um. Hann veit ekki til „að
[Thostrup] sé skyldur að selja
frekar heldur en honum sýnist“,
kvað tóbakið hafa legið uppi á
lofti og faktorinn ekki viljað láta
fara þangað með ljós um kvöldið.
Þá taldi Wium það lygi að
Thostrup hefði slegið Gísla og
trappan sem hann hratt honum af „er 13
þuml. há [...] og annað illt gerði hann ekki
Gísla en hitt sem sagt er í kæruskjalinu er
alveg ósatt og ósannað“.
I bókun þessa réttarhalds er annars
nokkuð fyrirferðarmikil frásögn af því að
þeir ýttust á um orðafar í kæruskjalinu.
Þótti Wium þar ýmislegt ósæmilegt svo sem
orðin „ósvífnislegur“, „lýsir slíkri fúl-
mennsku" og „kauði“ og heimtar „að kær-
andi verði sektaður hér fyrir og orðin dæmd
ómerk“ Sækjandi maldaði í móinn, sagði
m.a.
Páll Vigfússon, Hallormsstað. Héraðsskjalasafn
Austfirðinga 84-60-501.
að orðið kauði sé brúkað sem mannkenn-
ing þegar réttlát gremja sé í manni við
mann, smbr orðatiltækið „jeg er ekki
hræddur við slíkan kauða = jeg er ekki
hræddur við slíkan pilt“ og að hvorki það
orð né hin orðin sé meint persónulega til
Thostrups, heldur til að láta í ljósi réttláta
gremju“.
Wium mótmælir þessu og telur orðin æru-
meiðandi.
En sækjandi hafði líka ýmislegt að
4Gísli Wium (1824-1883) var sonur Gísla prests Evertssonar, Hanssonar sýslumanns Wium. Hann bjó í Brekkuseli og á Rangá í
Tungu og e.t.v. víðar á Héraði. Vann síðar við trésmíðar á Seyðisfirði og bjó í Odda. Hann var vel skáldmæltur og átti
m.a. í Ijóðadeilum við Pál Ólafsson. (ÆAu nr 9999, Gísli Helgason 2000:332).
111