Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 115
Fellamaður á Fjarðaröldu
Fjarðaraldan. Fremst verslunarhús Sveinbjörns Jakobsens í Liverpool. Innar á öldunni sést Glasgow og
Neðri búð. 9. mynd í Húsasögu Seyðisjjarðarkaupstaðar eftir Þóru Guðmundsdóttur. Ljósm. Friðrik Löve.
Mynd í eigu Þjóðminjasafns Islands.
bón, sem eigi kostaði meira ómak en að
ganga nokkur fet úr íbúðarenda hússins í
krambúðina, sem er í hinum endanum;
borgunin var boðin út í hönd. En sjer í lagi
var þetta þó hart, þegar litið er á, að það
kom fram við mann, sem kominn var ofan
úr sveit í kaupstað og átti yfir fjall að
sækja heim til sín og það á þeim tíma árs,
sem fjallvegir eru einna vestir umferðar og
allra veðra von og í slæmri tíð, eins og átti
sjer stað í þetta skipti. Gísla er þó eigi
absolut neitað um að selja honum tóbakið,
en honum er neitað um að selja honum
það þá um kvöldið. Slíka ógreiðasemi og
ónærgætni höfum vjer valla þekkt, enda
munu hennar fá dæmi hjer á landi og það
meðal kaupmannastjettarinnar; vjer segj-
um þó eigi, hvað þeir hefðu kunnað að
leyfa sjer fyrir aldamótin síðustu, á meðan
einokunin stóð: Að ætla manninum, eins
og á stóð, að bíða á annað dægur eptir einu
tóbakspundi, eða þá að vera án þessl! Eru
eigi með þessu brotnar á Gísla almennar
mannúðarreglur? Er honum eigi synjað
þess, sem hann átti siðferðislega, ef eigi
lagalega, heimtingu á? Er hann eigi látinn
gjalda þess að hann er umkomulítill
sveitamaður? Vjer þykjumst þess full-
vissir, að engum höfðingjanna í Seyðis-
firði hefði verið neitað um sömu bón, og
þó var þeim það bagaminna. Eða gat Niel-
sen ábirgst, að Gísli biði eigi af því lífs-
eða heilsutjón, að bíða þar til daginn eptir?
það mun hver sá geta dæmt um, er nokkuð
þekkir til vetrarferða yfir fjallvegi á
íslandi. Nielsen getur eigi borið það fyrir,
að hann hafi gjört þetta eptir skipun
húsbónda síns, því að hann hefir sjálfur
játað fyrir rjettinum 29. jan. að hann hafi
ætlað að fara út í búðina með Gísla, en
113