Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 120
Múlaþing virðist ekki heldur vera nægileg ástæða til að dæma hinn ákærða til að borga N. C. Ö. Nielsen þóknun fyrir þjáningar þær er hann tók út meðan hann lá“. Dómsorðin hljóða því upp á 20 króna sekt og 37 krónur í legukostnað. Dómarinn nefnir í forsendum að málsbætur séu án þess að gera nokkra grein fyrir þeim, sama virðast einnig kotna fram í orðalaginu „þegar allir málavextir eru teknir til greina.“ Hér verður enginn dómur lagður á það hvort þessi niðurstaða teljist sanngjörn. Þegar maður les varnarskjal Páls Vigfús- sonar sýnist manni Gísli eigi að vera sýkn saka og svo hefur Páli sjálfum virst því þessum dómi var — vafalaust að hans tilhlutan — áfrýjað til Landsyfirréttar en þar var dómur Bövings staðfestur árið eftir. Svona lauk þá þessum skiptum þeirra Gísla Sigfússonar og N. C. Ö. Nielsens. Vafalaust hafa þeir átt eftir að hittast oft eftir þetta því Nielsen ílentist á Seyðisfirði, gerðist þar nýtur og virtur borgari. Hann kom í þennan kaupstað 22ja ára gamall árið 1876 og vann fyrst sem verslunarþjónn við Thostrupsverslun, síðar sem gjaldkeri hjá Þórarni faktor Guðmundssyni eftir að hann tók við þessari verslun. Árið 1906 setti hann svo á fót eigin verslun sem synir hans tóku við. Nielsen var kvæntur Jónínu Jónsdóttur og voru þeir svilar, hann og Þór- arinn faktor (Þóra Guðmundsdóttir 1995:313). Gísli Sigfússon gegn Thostrup Árið 1880 gekk Páll Vigfússon að eiga Elísabetu, dóttur Sigurðar Gunnarssonar prests á Hallormsstað og hófu þau þá um vorið búskap á Hallormsstað; hefur þá orðið nokkur vík milli vina. Gísli hefur þó enn haft samband við verjanda sinn — og sækjanda — því nú er tekið aftur upp mál hans gegn Thostup sem skilist var við hér á undan. Hafði þá verið skipaður setudómari í því máli, Jón Á. Johnsen sýslumaður á Eskifirði. Hann réttaði tvisvar í þessu máli á Seyðisfirði sumarið 1880. í fyrra skiptið, þann 14. júní, var Gísli þar mættur og mælt- ist mjög einn fyrir því ekki var Thostrup þar né nokkur fyrir hans hönd. Gísli kvaðst halda sig við kæru sína, einkum 2. grein hennar og heimtar innstefnda ídæmdan hæfilega sekt til fátækra í Seyðisfjarðarhrepp fyrir þetta frumhlaup gegn sjer, ennfremur heimtar hann skaðabætur fyrir meizlin á höndunum, sem hann tjáir að lengi hafi verið að gróa, en hafi þó aldrei hindrað sig frá verkum, sem var gripaþjónusta úti, en við hana átti hann samt ekki gott með að búa, svo sem fleiðrin á höndum sínum, að ekki kæmi kuldi á þau og stingur hann upp á 10 krónum í þessar skaðabætur. Þá heimtar Gísli að Thostrup greiði allan málskostnað. Það vekur nokkra undrun að Böving sýslumanni er ekki stefnt fyrir þennan rétt sem vitni en sú hafði þó verið krafa Páls Vigfússonar fyrir þessum sama rétti árið áður. Sýslumaður var reyndar um það bil að láta af embætti en fór þó ekki af Seyðisfirði fyrr en tæpum mánuði síðar ef treysta má dagbók Sigmundar Matthíasson- ar en 13. júlí þetta ár segir hann svo: „P. Böving með Frú sinni fór með „Phönix“ alfari til Danmerkur, því þar hefur hann feingið Embætti." Varla tjóar að leiða getum að því hvað olli því að ekki var gengið eftir vitnisburði Bövings um bréf það er Thostrup faktor ritaði honum á myrku skammdegiskvöldi árið áður. Kannski skorti íslenska alþýðumenn þá einurð sem til þurfti þarsem konunglegt yfirvald var annars vegar. En hvað sem því líður þá verður líklega seint eða aldrei 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.