Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 126
Múlaþing
Jónína Björnsdóttir frá Merki á Jökuldal.
Myndeigandi Guðni Stefánsson frá Hámundar-
stöðum í Vopnafirði.
vankunnáttu ljósmæðra.3 „Rannsókn“ á
meðan á barnsburði stóð var oft af skornum
skammti, þar sem hún var talin ósiðsamleg.
Til voru dæmi þess að þegar barn fæddist
væri bundið fyrir naflastrenginn og skorið á
milli, en fylgjan skilin eftir, sem olli
blóðmissi og verkjum.4 Fæðingarhjálp
kvenna var fyrr á öldum að einhverju leyti
kristileg, eins og segir í handbók presta frá
1826 þar sem fjallað er um starfsskyldur
ljósmæðra: “Skuluð þér einungis brúka við
móðurina og barnið bœnina og náttúruleg,
kristileg meðöl, en ekki nokkur óguðleg,
hjátrúarfull eða óleyfileg... “5 Þó voru
margar virtar ljósmæður til á íslandi á þess-
um tíma sem höfðu mikla þekkingu á notk-
un grasa til lækninga, til að mynda formóðir
undirritaðrar, Þórunn Gísladóttir, oft kölluð
Grasa-Þórunn. Þórunn lagði stund á grasa-
lækningar alla ævi sína, ásamt því að starfa
sem ljósmóðir. Hún bað amtmann meðal
annars leyfis unr að nota tangir við fæðing-
arhjálp ef þörf væri á. Amtmaður svaraói
um hæl, þann 18. mars 1873, að engin ljós-
móðir í Danmörku notað slíkar tangir og
varð því ekkert úr fyrirætlunum Þórunnar.6
Oskandi hefði verið að fleiri ljósmæður í
lok 19. aldar hefðu haft framsýni og þekk-
ingu Þórunnar Gísladóttur, sem hafði tekið
ljósmæðraprófhjáÞorgrími lækni Johnsen í
Odda vorið 1870. Um miðja 19. öld voru
aðeins þrjár ljósmæður á íslandi sem höfðu
leitað sér sérmenntunar í Fæðingarstofn-
uninni í Kaupmannahöfn.7 Eiginleg ljós-
5íslensk þjóðmenning VII, Alþýðuvísindi - Raunvísindi og dulfræði. Ritstjóri Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga,
1990, bls. 152. (Alþingisbækur íslands, 1915-1916, II, 177-178).
^íslensk þjóðmenning VII, Alþýðuvísindi - Raunvísindi og dulfrœði. Ritstjóri Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga,
1990, bls. 158-159.
-’íslensk þjóðmenning VII, Alþýðuvísindi - Raunvísindi og dulfrœði, ritstjóri Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga,
1990, bls. 152. (Alþingisbækur íslands, 1915-1916, II, 177-178).
^Ljósmœður á íslandi /, ritstjóri Björg Einarsdóttir. Reykjavík: Ljósmæðrafélag íslands, 1984, bls. 681.
1Ljósmæður á íslandi II, ritstjóri Björg Einarsdóttir. Reykjavík: Ljósmæðrafélag íslands, 1984, bls. 187.
124