Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 127
Náttkjóll brúðarinnar í Merki
Náttkjóll Jónínu Bjömsdóttur frá Merki á Jökuldal. Ljósm. Rannveig Þórhallsdóttir.
mæðrafræðsla hófst síðan árið 1761 með
uppfræðslu Bjarna Pálssonar landlæknis og
dönsku ljósmóðurinnar Margrétar Katrínar
Magnússen.8 Fyrsta kennslubók sem gefm
var út á íslensku fyrir ljósmæður, Sá nýi
yfirsetukvennaskóli, kom út árið 1749. Fáar
ljósmæður virtust þó kynna sér efni hennar
og taldi Bjarni landlæknir það vera vegna
brjálæðislegrar feimni og óbeitar á öllu
nýju.9 Ljósmæðraskóli Islands var síðan
stofnaður árið 1912.10
í heimildum er hvergi hægt að finna ná-
kvæma dánarorsök Jónínu Björnsdóttur en
hún lést sautján dögum eftir að hún fæddi
son sinn, líklega vegna sýkingar eða blóð-
missis. Saga hennar varðveitist í rúnrlega
aldargömlum brúðamáttkjól og vitnar um
sorgleg ævilok ungrar stúlku sem uppi var á
Islandi í lok nítjándu aldar.
^Ljósmœdur á íslcmdi II, ritstjóri Björg Einarsdóttir. Reykjavík: Ljósmæðrafélag íslands, 1984, bls. 181-182.
^Ljósmœdur á íslandi II, ritstjóri Björg Einarsdóttir. Reykjavík: Ljósmæðrafélag íslands, 1984, bls. 181-183.
' ^Ljósmœður á íslandi II, ritstjóri Björg Einarsdóttir. Reykjavík: Ljósmæðrafélag íslands, 1984, bls. 32.
Aörar heimildir: Kirkjubækur á Jökuldal, árin 1884-1885.
125