Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 130
Múlaþing
Verslunar- og síldarstöð Wathnes á Bakkagerðiseyri á Reyðarfirði. Frá vinstri; hluti af verslunarhúsinu,
íbúð verslunarstjórans, þá kemur starfsmannahúsið og svo íbúðarhús Friðriks Wathne. Myndin tekin um
1894. Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
hjá kaupkonu sem hét Anna og erum við
flutt þangað um nóttina.
Við fórum til Reyðarijarðar í nóvember
1904 en skipið sem átti að flytja búslóðina
fyrir okkur komst ekki fyrr en í mars. Eg
man eftir þessum skrýtna útbúnaði hjá
okkur um veturinn því að þarna voru hvorki
borð né stólar, það voru bara kassar.
Svo man ég eftir okkur í þessu gamla
húsi á Reyðarfirði, Thuliniusarhúsi. Versl-
unin stóð þarna við hliðina og pabbi var þar
verslunarstjóri. Þetta var alveg niðri við
ljöruborðið og við lékum okkur mikið í
ijörunni. Þar áttum við rólur. Einu sinni
þegar við vorum að róla okkur voru strák-
arnir að æfa sig að slöngva steinum. Allt í
einu fékk ég stein í ennið, datt úr rólunni og
rotaðist. Þegar ég raknaði við mér fór ég að
hágráta. Þá man ég að pabbi kom hlaupandi
út og sagði: „Eitthvað hlýtur að vera að
fyrst Aagot grætur,“ en ég var hörð af mér
og ekki vön að gráta þótt ég meiddi mig.
Ég vildi helst vera að leika mér með strák-
unum í kring, sem voru eldri en ég, og var
mjög hreykin af því þegar þeir sögðu að ég
væri eins og besti strákur.
Við vorum í tvö ár í Thuliniusarhúsi en
síðan fluttum við yfir í Wathneshúsið, sem
stóð rétt fyrir utan. Þar var stór bryggja og
íshús og þar var uppsátur fyrir nótabátana.
Þarna var líka langt hús fyrir síldarnæturn-
ar. Þær voru halaðar upp og þurrkaðar og
voru geymdar í þessu húsi á veturna. Þarna
var lækur fyrir utan, og mikið skelfing þótti
128