Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 131
Minningar
ístofunni 1919. Frávinstri Olga, Aagot, Kitty, lngaNilsen, Hillaog Valborg. Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
mér vænt um lækinn. Hann var hlaðinn upp,
mjög þokkalegur, og brýr yfir hann. Ur
læknum ofar í túninu var tekin vatnsleiðsla
inn í húsið og afrennsli út í lækinn líka, svo
að þetta var feikna þægilegt, það þurfti ekki
að sækja vatnið út í brunn.
Þetta gamla hús, sem við vorum í hjá
Wathne, var lágreist. Það var kjallari undir,
sem var vörugeymsla, svo var ein hæð og
lágt ris. Á aðalhæðinni var íbúð, skrifstofur
og stór verslun. Yfir íbúðinni var lágt undir
loft, allt undir súð, svo að það var lítið
innréttað. Það var bara svefnherbergi í út-
endanum og svo var stór tvískipur kvistur.
Pabbi og mamma höfðu annan helminginn,
hinn var barnaberbergi, meðan við voru lítil.
Seinna var innréttað meira þarna uppi og þá
fengum við sérherbergi. En yfir versluninni
og skrifstofunni var einn geimur, sem var
pakkhús. Niðri á milli verslunarinnar og
íbúðarhússins var vörugeymsla og var þar
innangengt á milli. Þetta var allt undir sama
þaki og flatarmálið var því geysistórt.
Þá var nú ekki rafmagn, aðeins olíu-
lampar. 1 þessari vörugeymslu varþví alltaf
myrkur og þar vorum við myrkfælin. Pabbi
var oft á skrifstofunni fram eftír öllum
kvöldum. Ef einhver þurfti að tala við hann
þurfiti að fara í gegnum þetta pakkhús,
gegnum búðina og fremri skrifstofuna, þar
sem piltarnir voru, og inn í hans eigin skrif-
stofu. Þetta varð allt að fara í myrkrinu.
Við máttum ekki hafa laust ljós vegna eld-
hættu og okkur fannst allstaðar vera draug-
ar. Seinna voru útbúin gestaherbergi úr
þessu pakkhúsi og úr fremri skrifstofunni
herbergi handa pilum, því að þá vantaði
svefnpláss handa öllu þessu fólki. Ennþá
seinna var innréttað búr úr pakkhúsinu, en
búrið hafði verið niðri í kjallara.
Þarna var margt fólk. Fjölskyldan var
nú stór, og það voru alltaf tvær eða þrjár
stúlkur, piltar og skrifstofumenn. Það var
nú til dæmis einn piltur sem var allan tím-
ann meðan pabbi hafði nokkurn rekstur og
tók við ýmsum opinberum störfum þegar
pabbi hætti. Hann heitir Oddur Bjarnason
og er nú 11974] 87 ára gamall.
Gestagangur var feikilegur. Síminn var
lagður 1906. Þá var líka vegagerð yfir
129