Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 133
Minningar
Afi (Rolf Johansen) og amma (Kitty Johansen) á Vopnafirði með barnahörnin, Héraðsskjalasafn Aust-
firðinga.
ég tæki próf, ólesin, því að læknirinn bann-
aði mér að reyna nokkuð á mig. Eg var
búin að lesa stærðfræðina. Eg hafði verið 2.
og 3. í bekknum og mér fannst leiðinlegt að
taka próf og lenda einhversstaðar aftarlega,
svo að ég sagði nei og tók aldrei prófið. Eg
hefði e.t.v. átt að hugsa um framtíðina, en
ég þurfiti aldrei á gagnfræðaprófí að halda,
svo að það hefur nú ekki komið að sök. Eg
fór sem sjúklingur út Eyjafjörð daginn sem
prófið byrjaði, og þá var nú heldur dauft
yflr mér. Ég var sjúklingur næstu tvö árin,
var heima við og mátti ekki við miklu. Ég
var með magasár en það var grætt seinna í
Reykjavík og ég hef aldrei fundið fyrir því
síðan. Skólaárin á Akureyri voru alveg
yndislegur tími og mér finnst þegar ég
hugsa til baka að mikið skelfing hafi verið
gaman að lifa þá. Þetta var þó á stríðsárun-
um og það var hörgull á mörgu, t.d. eldiviði,
og ákaflega erfitt að ná í mjólk. Ég var
magaveik og þurfti að fá mjólk, og keypti
hálfpott á dag innan úr Fjöru og voru skóla-
bræður mínir að færa mér hana á hlaupum.
Það var ekki mikið um skemmtanir, en
þó var alltaf gaman. Við áttum marga ágæta
félaga. Þar var Hermann Jónasson, Ari
Jónsson, [síðar] læknir, Sigursteinn Magn-
ússon, [síðar] fulltrúi Sambandsins í Edin-
borg, Finnur Sigmundsson, séra Þorsteinn
Jóhannesson, og fleiri mætti nefna.
Svo trúlofaðist ég nú og gifitist 1920
[Arna Vilhjálmssyni, lækni] og fer nýgift út
til Noregs. Þá var svo lítið að gera fyrir
íslenska lækna, að eins kom til greina að við
settumst að úti í Noregi. Ég fór svo heim
vorið eftir til þess að eignast fyrsta barnið.
Við fórum frá Bergen 4. maí í indælu veðri
með norska skipinu Sirius. Við sigldum
beint til Reykjavíkur og þurftum að fara
hringinn norður fyrir land. Skipið lá 3 daga
í Reykjavík og ég gisti hjá vinafólki mínu
þar ásamt vinkonu minni, sem með mér var.
Við komum á Isafjörð á laugardag fyrir
131