Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 137

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 137
Gísli Gunnarsson Hverj ir áttu Austur- land um aldamótin 1700’ Grein þessi byggist að hluta á fyrri rannsóknum höfundar og annarra fræðimanna sem sumar hverjar hafa þegar verið birtar. Meginefni greinarinnar er samt rannsókn á viðamikilli frumheim- ild, jarðaskránni 1695, raunar var jarða- skráin fyrir Múlasýslur skrifuð ári síðar eða 1696. (AM463 fol).1 2 Úr henni hefur grein- arhöfundur unnið jarðeigendatal og aðrar upplýsingar úr því; eigendum er skipt í flokka eftir ríkidæmi, samfélagsstöðu og búsetu. Við vinnu þessa var samhliða stuðst mikið við ritin Ættir Austfirðinga og íslenzkar æviskrár og Manntalið 1703.3 Einnig ber að nefna tvær prentaðar bækur um jarðatöl og jarðabækur sem komu hér að talsverðum notum, bók Björns Lárussonar frá 1967 og bók Braga Guðmundssonar frá 1985.4 Björn Lárusson birti m.a. í bók sinni 1967 jarðamat og greiðslur landskulda og kúgildaleigna sem hann vann úr jarða- bókinni 1695/1696. Birti hann upplýsingar um efni þessi fyrir hverja jörð á landinu öllu. Hins vegar birti hann enga skrá um eigendur jarða. Slíka skrá hef ég samið fyrir Múlaþing 1696. Jafnframt er reynt að setja jarðeignirnar í samhengi almennrar félags- og hagsögu, einkum fyrir Austurland, og sérstaklega spurt: Hvernig var félagsgerð Austurlands um aldamótin 1700 í saman- burði við félagsgerð annarra landshluta á íslandi á þessum tíma? Að rannsaka hverjir voru jarðeigendur felur ekki aðeins í sér könnun á eignarhaldi heldur einnig á mannlífi, t.d. fjölskyldum og viðgangi ætta. Til dæmis var þá forsenda þess að mega ganga í hjónaband að hafa að- 1 Grein þessi er að miklu leyti eíhisiega samstæð iyrirlestri sem fluttur var að fræðasetrinu Skriðuklaustri 18. mars 2001. 2 AM 463 fol. Múlasýslur. Jarðabókahandrit 1695-1696. Ljósrit í eigu Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. 3 Einar Jónsson: Ættir Austfirðinga I-VIIl. Jakob Einarsson samdi nafnaskrá. Einar Bjarnason og Benedikt Gíslason sáu um útgáfuna. Reykjavík 1953-1968. íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940. I-V. Tínt hefur saman Páll Eggert Ólason. Reykjavík 1948-1952. Manntal á Íslandi árið 1703 ásamt þrem sýslum 1729. Reykjavík 1924-1947. 4 Björn Lárusson: The Old Icelandic Land Registers. Lund 1967. Bragi Guðmundsson: Efnamenn og eignir þeirra um 1700. Reykjavík 1985. 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.