Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 140
Múlaþing
Tafla 2
Afkomendur Ásunnarstaðaættar, lífaldur þeirra og frjósemi
Erlendur Bjamason, f. 1710, dáinn (sennilega) 1776/80, kvæntist 1736 Guðnýju Þorsteinsdóttur.
Þau bjuggu mestallan búskap sinn að Asunnarstöðum í Breiðdal og við þau er kennd svonefnd
Ásunnarstaðaætt. Hér er bamatala þeirra, ásamt örlögum bamanna í l'rjósemi og dauða.
Böm Dó á 1. ári Á lífi 1801 Fjöldi bama- Fjöldi bamabama sem
bama. áttu böm
1. Ineibiörg f. 1737 z h 10 5
2. Sigríður f. 1739 Dáin um 1800 h 4 4
3. Þorbiörg f. 1740 z h 8 4
4. Guðrún f. 1741 X
5. Oddný f. 1742 z h 9 4
6. Eiríkur f. 1744 X
7. Katrín f. 1745 Dáin 1757
8. Guðrún f. 1746 z h 6 4
9. Eiríkur f. 1747 z h 7 5
10. Bjarni f. 1749 Dáinn 1756
11. Jón f. 1750 X
12. Vilborg f. 1751 X
13. Vilborg f. 1752 X
14. Guðríður f. 1753 X
15. Margrét f. 1755 z h 8 1
16. Katrín f. 1757 X
17. Þorsteinn f. 1759 z h 7 6
18. Iiinar f. 1762 X
19. Guðríður f. 1763 z ógift og bamlaus
h = í hjónabandi
z = þeir sem vom á lífi 1801
x = þeir sem dóu á fyrsta ári
Heimildir: Ættir Austfiróinga. Manntal á íslandi 1801, 3. bindi, Reykjavík 1982.
Svo illa vill til að jarðabók þeirra Árna
og Páls fyrir Múlasýslur og Skaftafellsýslur
hefur glatast, hvarf sennilega í brunanum
mikla í Kaupinhafn árið 1728. Þetta gerir
jarðabókina 1695/1696 sérstaklega mikil-
væga fyrir sýslur þessar. En við vitum með
vissu að þeir Árni og Páll létu gera jarðabók
fyrir þessar tvær sýslur og höfðu alla vega í
Múlaþingi til þess sérstakan undirverktaka,
Vestlendinginn Þorstein Sigurðsson sem
fékk sýslumannsvöld í Múlaþingi að laun-
um og skapaði nýja valdaætt á Austurlandi.
í samráði við ríka presta af kyni séra Einars
í Eydölum ákvað Þorsteinn, en þó einkum
sonur hans Pétur, sem einnig var sýslu-
maður, að bola frá völdum annarri upprenn-
andi ætt á Austurlandi, hinni hálfdönsku
Wiumætt, og tókst það mikið til.13 Átökin
urðu skemmtimál almúgans og sköpuðust
margar sögur af því tilefni, missannar, eins
og ávallt hefur verið fyrr og síðar þegar
heldri menn deila.
En snúum okkur aftur til eymdarinnar
um aldamótin 1700. Húsráðendur og hús-
13 Hér er stuöst við íslenzkar œviskrár og Ættir Austfirðinga.
138