Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 141
Hverjir áttu Austurland um aldamótin 1700
Tafla 3 Jarðeigendur 1695 á landinu öllu og í ýmsum landshlutum
% ísland allt Austurland Skagafjörður Skálholts- biskupsdæmi Hóla- biskupsdæmi
Hrein einkaeign 51,9 60,4 33,8 55,6 46,4
Bændakirkjur 3,2 3,4 1,0 3,8 2,2
Einkaeign alls 55,1 63,8 34,8 59,4 48,6
Biskupseign 16,0 0,5 50,7 11,4 23,1
Eign lénskirkna 11,2 22,4 4,6 12,3 9,6
Ölmusujarðir 1,5 5,0 0,7 1,9 0,7
Kirkjueign alls 28,7 27,9 56,0 25,6 33,4
Konungseign 16,2 8,3 9,2 15,0 18,0
Alls 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Heimild: Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Regislers, Lund 1967, bls. 79SI.AM363 fol.
mæður voru 1703 um 13.900 alls. Vinnuhjú
og „börn heima“, er voru eldri en 15 ára, og
höfðu svipaða þjóðfélagsstöðu og vinnu-
hjúin, voru þá um 15.000. Omagar og
flakkarar voru um 7.200.14 Um 54% kvenna
í aldurshópnum 24-44 ára var ekki í hjóna-
bandi, flestar vegna fátæktar, höfðu ekki
eiginmann vegna jarðaskortsins.15
Ungbarnadauði var mikill en oft var
frjósemi í hjónabandi það líka. Þetta sést
m.a á töflu 2, „Afkomendur Asunnarstaða-
ættarinnar, lífaldur þeirra og frjósemi".
Frjósemi hjónanna Erlendar og Guðnýjar
var mikil, eignuðust þau saman 19 börn.
Átta þeirra dóu ungabörn, skömmu eftir
fæðingu. Tvö dóu sjö og tólf ára. Fullorðin
urðu því börnin níu og átta þeirra gengu í
hjónaband og eignuðust börn á löglegan
hátt. Flluti barnabarna Erlendar og Guðnýj-
ar lifðu erfiðu bernskuárin og mörg þeirra
sem náðu fullorðinsaldri gengu í hjónaband
og eignuðust börn. En önnur urðu aðeins
vinnuhjú í ófrjálsu einlífi eins og justits-
ráðið Magnús Stephensen orðaði það í einni
bóka sinna snemma á 19. öld.16 En vegna
ijöldans, 19 alls, og sennilega líka vegna
góðs samkomulags og mægða Ásunnar-
staðaljölskyldunnar við Eydalaprestinn og
barnakarlinn séra Gísla Sigurðsson (1727-
1797)17, sem réði miklu um hverjir byggðu
jarðir á þessum slóðum á seinni helmingi
18. aldar18, varð þetta mikil ætt og eru
flestir núlifandi menn sem eiga ættir að
rekja til sunnanverðra Austfjarða, komnir
af Ásunnarstaðahjónunum á einn veg eða
marga.
Tafla 3 sýnir að fleiri jarðir hlutfallslega
voru í einkaeign á Austurlandi en á íslandi
öllu en ekki miklu hærra en í Skál-
holtsbiskupsdæmi í heild. Hlutfal 1 kirkju-
eignar var hins vegar svipað en konungs-
eign var hlutfallslega mjög lítil á Austur-
14 Manntalið 1703. Hagskýrslur íslands II, 21, bls. 19.
15 Nuptiality and Fertililty, bls. 8-9. „Fátækt á íslandi fyrr á tímum“, bls. 74.
111 Magnús Stephensen: Rannsókn íslands gildandi laga um legorðsmál. Viðey 1820.
17 Sjá íslenzkar œviskrár og Ættir Austfirðinga.
18 Heydalakirkja átti nær helming allra jarða í Breiðdal á þessum tíma.