Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 142
Múlaþing
landi. En kóngur hafði fengið flestar jarðir
sínar við Siðaskiptin þegar hann kastaði
eign sinni á klaustrin með öllum jörðum
þeirra. Skriðuklaustur var þá stofnað fyrir
ekki alls löngu og átti litlar jarðeignir við
yfirtökuna.
En það er samsetning kirkjueigna sem er
sérstæðust fyrir Austurland. Biskup átti
meirihluta kirkjujarða í öðrum landshlutum
en sama sem ekkert á Austurlandi. Með
öðrum orðum: Austfirskur kirkjuauður var
fyrst og fremst prestaauður. Verður tjallað
nánar um það síðar, aðeins bent hét á að
fyrir vikið þóttu mörg austfirsku brauðin
vera frekar eftirsóknarverð.
Kirkjan réði ölmusujörðum sem gefnar
höfðu verið fátæklingum til styrktar og eru
þær hér taldar með kirkjueignum enda
fengu prestar helming allra afgjalda af jörð-
um þessum að launum fyrir innheimtuna.
Bændakirkjur hétu þær kristilegu stofn-
anir sem voru í skuldbundinni eign einstakl-
inga. Á eigninni hvíldu þær kvaðir að eig-
andi skyldi sjá um rekstur kirkjunnar en
hins vegar átti hann kirkjujörðina og jarðir
henni tengdar og fékk af þeim tekjur. Björn
Lárusson taldi bændakirkjur til kirkjueigna
í bók sinni19. Bragi Guðmundsson taldi þær
til einkaeigna20 og eru rök Braga sannfær-
andi að dómi mínum. Bændakirkjan var leif
frá upphafi kristni á íslandi þegar einstakl-
ingar áttu kirkjurnar. Og eins og Bragi Guð-
mundsson bendir á gerðist það á 19. og 20.
öld „að þegar bændakirkjur voru afhendar
söfnuðum gengu jarðeignir þeirra beint til
fyrri eigenda.“21
í viðauka A, „Jarðir í einkaeign á
Austurlandi," er að finna almenna úrvinnslu
frumheimildarinnar AM463fol. fyrir Múla-
sýslur. Rétt er að endurtaka í þessu sam-
hengi að 64% allrajarða í Múlaþingi voru í
einkaeign. I viðaukanum eru taldir allir eig-
endur jarða í einkaeign í Múlaþingi 1696 og
er þeim skipt í flokka eftir því hvað eignin
er stór; eigendur 60 hundraða eða meira er
einn flokkur; eigendur 20-59 hundraða
annar flokkur; 10-19 hundraða þriðji flokk-
ur; 5-9 hundraða ljórði flokkur og undir 5
hundruðum fimmti flokkurinn.
Litið er svo á að þeir sem áttu meir en 60
jarðahundruð hafi verið höfðingjar enda var
það og raunin, hér var mest um að ræða
sýslumenn og presta í ríkum brauðum, alls
átta talsins. Annan flokkinn skipuðu aðal-
lega góðbændur sem bjuggu yfirleitt á eigin
jörð en áttu aðrar eigur að auki, alls 28
manns. Þriðja flokkinn skipuðu mest sjálfs-
eignarbændur sem bjuggu oft sjálfir á mest-
allri eign sinni, alls 30 manns. Fjórða og
fímmta flokk, alls 42 menn samanlagt, skip-
uðu bæði bændur í sjálfsábúð og leiguábúð,
oft var hér um að ræða tilfelli þegar margir
erfðu sæmilega eign og enginn varð auðug-
ur af arfinum en varð samt með honum
nokkuð bjargálna. Hér finnast ættir sem
segja má að hafi verið á vissri „niðurleið“ í
stéttastiga gamla bændasamfélagsins.
Einn hópur jarðeigenda er flokkaður
sérstaklega en það eru börn og tengdabörn
séra Torfa Jónssonar (1617-1689), sem
lengst hafði brauð að Gaulverjabæ í Árnes-
þingi. Þessi ætt, sem öll bjó utan fjórðungs-
ins, átti eignir víða um landið. Um 30%
eigna þessara Torfabarna voru á Austur-
landi.22 Torfi erfði að sögn „að mestu
Brynjólf biskup“23 enda var Torfi frændi
19 Bjöm Lárusson 1967, bls. 76-81.
20 Bragi Guðmundsson 1985, bls. 25-27.
21 Sama heimild, bls. 26.
22 Sama heimild, bls. 43 46, 81, 88. Þar er að finna heildareignir allra Torfabarna nema Þóru og barna hennar.
23 íslenzkar œviskrár. Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga. Seytjánda öld. Höfuðþœttir. 5. bindi. Reykjavík 1947, bls. 145.
140