Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 144
Múlaþing
Tafla 5 Skipting ólíkra eignarflokka á Austurlandi 1696 eftir búsetu utan sýslu, sjálfsábúð, ábúð lénsjarða og leiguábúð
Hundrað Utan sýslu Sjálfsábúð Lénsábúð Annað* Alls
60+ 5 3 3 11
40-59 5 4 3 12
20-39 1 11 4 5 21
10-19 12 3 15 30
5-9 6 4 18 28
5< 2 12 14
AIIs 11 38 14 53 116
* Annað merkir leiguábúð nema einstaka sinnum þegar eigandi býr alls ekki. Heimild: Sjá töflu 4.
sem áttu talsverðar eignir (20 hundruð eða
meir) og þá sem áttu minni eign, oft talsvert
minni. Eigendur voru alls 116, 44 þeirra
voru í „ríkismannaflokknum“ en 72 í hinum
síðarnefnda. Eins og fram kemur í næstu
töflu, nr. 5, bjuggu 11 þessara jarðeigenda
utan sýslunnar og munar hér mest um
Torfabörnin átta, 14 bjuggu á lénsjörðum,
aðallega prestsetrum, gjaldfrjálst, leigðu
síðan út einkajarðir sínar eða jarðarparta.
Ekki færri en 53 sem jarðeign áttu, kusu að
búa í leiguábúð fremur en á eign sinni, oft,
ef ekki oftast, hefur það verið vegna þess að
eignin hefur þótt of rýr til að búa á henni
góðu búi, í staðinn bjó fólk þetta flest í
leiguábúð.
í töflu 6 sést að átta þáverandi, eða þá
fyrrverandi sýslumenn, voru meðal jarðeig-
enda á Austurlandi 1696, áttu þeir að með-
altali 64 hundruð hver um sig, samtímis var
meðaleign allra eigenda 25 hundruð. Alls
nam eign „utanhéraðsmanna“ í Múlaþingi
645 hundruðum árið 1696. En samtímis
bjuggu í Múlaþingi eignarmenn sem áttu
umtalsverðar jarðeignir í öðrum sýslum. Ég
hef aðeins kannað eignir presta og sýslu-
27 Sama heimild, bls. 68, 81, 86.
manna í Múlaþingi utan sýslunnar en það er
hvort eð er vafalaust meginparturinn af
eignum Mýlinga í öðrum sýslum. Alls
námu þessar jarðeignir presta og sýslu-
manna í öðrum sýslum 866 hundruðum sem
er talsvert meira en nam eign utanhéraðs-
manna í Múlaþingi.27
Það voru ekki síst þrír prestar sem fengu
rík kvonföng og urðu vegna þeirra stór-
eignamenn í fjarlægum sýslum.Tveir voru
bræðurnir Olafur og Þorvaldur Stefáns-
synir, synir séra Stefáns Ólafssonar skálds í
Vallanesi. Ólafur varð prestur í Vallanesi
eftir föður sinn en Þorvaldur varð prestur í
öðru feitu brauði, Hofi í Vopnafírði. Báðir
kvæntust þeir bræður dætrum Björns
sýslumanns og klausturhaldara á Munka-
þverá Magnússonar, sem sjálfur var sonur
ríkasta manns á Islandi um miðbik 17.
aldar. Eignuðust prestar þessir, eða öllu
heldur kvinnur þeirra, miklar jarðeignir á
Norðurlandi austan Húnavatnssýslu. Þriðji
presturinn varð einnig auðugur vegna
eyfirskra mægða, var það séra Ólafur
Ásmundsson í Kirkjubæ, en hann var
tengdasonur Bjöm Pálssonar, sýslumanns
142