Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 146
Múlaþing
Tafla 7 Skipting kirkjujarða milli prestsbrauða í Múlaþingi 1695
1-5
Vallanes 88H
Valþjófsstaðir 87H
Eydalir 86H
Hof í Vopnafirði 68H
Kirkjubær 62H
Alls 391H (55,9%) allra kirkjueigna í Múlaþingi
6-10
Hallormstaður 49H
Kolfreyjustaður 49H
Hólmar 45H
Þingmúli 43H
Skorrastaðir 38H
Alls 224H (32,1%) allra kirkjueigna í Múlaþingi.
Hin tólf prestsbrauðin áttu saman 84 iarðahundruð. eða 12% allra kirkjueigna í Múlaþingi þá. Þar af átti Ásbeneficium 21 hundrað. í hundraðshlutum:
5 ríkustu brauðin 55,9
Brauð nr. 6-10 að dýrleika 32,1
Öll hin 12 brauðin 12,0
Heimild: Björn Lárusson: The Old Icelandic Land Regisiers, Lund 1967.
íslandi í þá daga í þeirri stétt.
Og fimm þeirra bjuggu við
prýðilegustu aðstæður. Þegar
við bætist sú staðreynd að
prestsembættin feitu gengu
meira eða minna í arf, oftast
frá foður til sonar eða tengda-
sonar, er auðvelt að greina
ákveðna yfirstétt í Múlaþingi
sem virðist á 17. og 18. öld
hafa byggst meir á prestum en
sýslumönnum. Þessir vel stæðu
prestar röktu yfirleitt ættir sínar
til séra Einars Sigurðssonar
stórskálds í Eydölum.
Elvernig féllu saman eign-
arhald og búseta jarða á
Austurlandi um aldamótin
1700? Þetta sést í töflu 8. Tæp
90% allra bænda á Austur-
landi voru þá í leiguábúð. 24
bjuggu á lénsjörðum afgjalds-
frítt, aðallega prestssetrum.
6,4% allra sem höfðu forræði
austfirskra heimila bjuggu í
sjálfsábúð, þ.e. bjuggu á eigin
jörð. Þetta má bera saman við
ísland allt 1695/1696. Þá bjó
4% allra húsráðenda á landinu
öllu í sjálfsábúð og um 2% á
lénsjörðum. Sem sagt, svipuð
skipan á ábúðarformi á Aust-
urlandi nema leiguábúðin var
um 90% í stað 94% á landinu
öllu.
Jarðeigendur sem bjuggu
heima í héraði, smáir og stór-
ir, voru alls 104. Það merkir í
grófum dráttum að rösk 80%
allra húsráðenda áttu ekkert
jarðnæði. Einnig að tæp 10%
jarðeigenda hafa verið leigu-
liðar.
144