Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 148
Múlaþing
Viðauki A
Jarðir í einkaeign á Austurlandi 1695-1696
Skv. heimildinni AM463 fol. Skipting jarðeignar í jarðarhundruðum.
Séra Torfí Jónsson í Gaulverjabæ (1617-1689) og börn hans og tengdabörn.
Torfi var einbirni auðugra foreldra og virðist hafa ávaxtað pund sitt vel, ekki síst á
Austurlandi. Hann var dáinn 1695 en búið var þá að skipta Austurlandsauði hans
meðal barna, tengdabarna og barnabarna. Hér er skrá um erfingja hans samkvæmt
ofangreindri jarðabók og er tiltekið hvað hver fékk. Allir bjuggu utan Múlasýslu eins
og sjá má.
Arfur
Séra Jón Torfason Breiðabólstað í Fljótshlíð...............................48
Sveinn Torfason klausturhaldari að Munkaþverá..............................80
Séra Halldór prestur að Gaulverjabæ........................................58
Ragnheiður, gift Jóni sýslumanni Sigurðssyni Borgarijarðarþingi............44
Þórunn, gift sr. Högna Asmundarsyni, Eyvindarhóli..........................42
Katrín, gift sr. Árna Þorleifssyni, Arnarbæli..............................66
Rannveig, gift Vigfúsi Hannessyni, sýslumanni Árnesþingi...................60
Brynjólfur Einarsson og móðir hans Þóra Torfadóttir........................54
Alls var þannig til arfskipta eftir Torfa Jónsson á Austurlandi...........452 h.
Eins og sjá má skiptist arfurinn milli átta eigenda. Þetta er tvímælalaust mesti
einkaauðurinn sem greina má í jarðatalinu 1696 fýrir Múlaþing
Hér á eftir verður skrá um aðra jarðeigendur, bæði efltir stafrófsröð og auði, svo og
hvort um sjálfsábúð (S) var að ræða eða ef viðkomandi bjuggu á afgjaldsfrjálsri
lénsjörð, aðallega, prestsetri (L). Utansýslumenn: U.
146