Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 6

Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 6
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Soðin fæða eða ósoðin? Þegar vér spyrjum vísindin að þvi, hvort vér eigum að borða soðna fæðu eða ósoðna, spyrjum vér raunverulega að því, hvort vér eigum að borða lifandi eða dauða fæðu til þess að varðveita líf og heilsu. Dr. Kirstine Nolfi hefir bent oss á, svo skýrt og skilmerki- lega sem verða má, að þegar vér borðum lifandi fæðu, þá getum vér ekki aðeins losnað við það að verða veikir. Vér getum jafnvel læknað sjúkdóma þá, er vér höfum álpazt til að baka oss, rétt eins og skynlaus skepna, sem álpast út í feniðj situr þar föst og deyr úr kulda og hungri. Þegar vér eldhitum fæðu voru upp í 100 stig eða meira, eins og með því að sjóða matinn í hraðsuðupotti, þá svipt- um vér hana því geislamagni, sem glæðir eld lífsins, og þar með bjóðum vér sjúkdómum heim, ölum þá og ræktum, og biðjum svo guð og góða menn að varðveita oss frá sjúk- dómum. Mikill dauðans vesalingur er nú mannskepnan. Hún kallar sig samt homo sapiens, hinn vitra mann. Vissu- lega verðskuldar hún ekki þetta veglega heiti, þar sem

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.