Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 10

Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 10
6 HEILSUVERND líking á mannlífinu. Sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann. Fullkomin, náttúrleg, lifandi fæða verður ekki bætt með neinni efnafræðilegri þekkingu. Breyting sú, sem gerð hefir verið með því að svipta hveitikornið hýði sínu og lífefnum, og sykurreyrinn eða sykurrófuna öllum grófefnum, er ó- bótaverk meira en drepsóttir eða jafnvel styrjaldir. Með eldhitun fæðunnar er einnig unnið skemmdarstarf, sem ekki á sinn líka. Við alla eldhitun eða suðu skemmast eða eyði- leggjast fjörefnin og önnur lífefni fæðunnar, fyrsta A- og C-fjörefnin. B-f jörefnin eru þolnari, en eyðast þó. Við suðu í vatni hverfa einnig steinefnin út í soðið, fyrst og fremst fosfór, joð og brennisteinssambönd, og síðan fleiri. Suðan veldur einnig að öðru leyti hættulegri röskun á efnasam- setningu fæðunnar. Þannig verður breyting á sameinda- byggingu eggjahvítuefnanna, svo að þau henta verr en ella sem byggingarefni fyrir líkamann. Við suðu verða einnig viðsjálar eða óbætanlegar breyting- ar á öllum grófefnum, sem náttúrleg' fæða inniheldur í ríkum mæli. En grófefnin örva tæmingu þarmanna. Suðan opnar þannig leiðina fyrir tregar hægðir og rotnun fæðu- leifanna í þörmum. Af þessu skapast sjúklegt ástand, sem kallað er sjálfseitrun (autointoxication) og er fólgin í því, að rotnunarefnin úr þörmunum fara inn i blóðið og eitra það og um leið allan líkamann. Raunverulega verða menn aldrei veikir af öðru en því, að blóðið verður óhreint og flytur hverri frumu eiturmengaða næringu. Það er líkt og ef heilli þjóð væri byrluð ólyfjan. Frumurnar eru þegnarnir, líkaminn þjóðarheildin. HVEITIKORN er nú komiS til landsins og verður væntanlega til eftirleiðis. I korn- myllu NLFÍ verður kornið malað og mjölið selt í verzluninni Sval- barða, Framnesvegi 44, sem afgreiðir einnig pantanir út á land. Þá hefir Náttúrulækningafélag Akureyrar fengið korn til mölunar. Bráðlega er von á rúgkorni. Handsnúnar kornkvarnir fást í verzl- uninni Liverpool.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.