Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 13

Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 13
HEILSUVERND 9 lega vakið litla eftirtekt og verið skoðuð gamaldags þrugl manns með úreltar skoðanir, ef hann hefði ekki jafnframt ráðizt á sjálfan aðalinn innan læknastéttarinnar, háskóla- prófessorana og yfirlæknana. Hvergi var lúsiðni við ritmennsku jafn nauðsynleg til vísindalegs frama sem meðal hinnar iðnu og starfsömu þýzku þjóðar. Enginn kom til greina við samkeppni um prófessorsstól né yfirlæknisstöðu nema hann hefði skrifað doktorsritgerð og auk þess sem allra flestar ritgerðir um einhver efni snertandi læknisfræði, en reynslan er sú, að í öllu hinu mikla moldviðri doktorsritgerða og annarra rit- gerða um læknisfræði er það sárafátt, sem hefir nokkurt lífsgildi eftir örfá ár. Læknisfræðin hefir tekið það stór og hröð risaskref fram á við, að allur fjöldinn af athugunum og bollalegging- um hinna lúsiðnu manna hafa hrunið af henni eins og fjaðrafok, því að það þarf alltaf snilligáfu en ekki aðeins iðjusemi til þess að sjá fram í tímann. Það, sem vakti hinar hatrömustu deilur um bók dr. Lieks, Arzt und Mediziner, var það, að hann gerði gys að höfuðdyggð þýzku prófessoranna, lúsiðninni, og öllum þeirra vísindamerkilegheitum, en hvergi nutu vísindi og vísindaiðkanir jafn mikillar virðingar og jafnvel hjátrúarkenndrar lotningar sem í Þýzkalandi. Lœknisfrceðin í tengslum við lífið. Nú kom dr. Liek og sagði: „Blessaðir prófessorarnir okkar gleyma því, að læknisfræðin á að vera í tengslum við lífið sjálft. Markmið hennar er að lækna og líkna sjúkum mönnum og að fyrir- byggja sjúkdóma, en við háskólana er höfuðáherzlan ekki lögð á þetta, heldur andlausa torfristu svokallaðra vísinda. Stúdentarnir eru troðnir út með ómerkileg fræðiatriði, það er stefnt að því að gera úr þeim læknisfræðinga, en ekki lækna í þess orðs sönnu og göfugu merkingu. Háskólakennslan er orðin utangátta við lífið sjálft. Hún fæst í nafni vísindanna við ýmislegt ómerkilegt grúsk, sem enginn lítur í eftir örfá ár, en vanrækir hið sígilda viðfangs- efni, manninn sjálfan." Framhald neðst á næstu síðu.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.