Heilsuvernd - 01.03.1952, Side 24
20
HEILSUVERND
aðeins fjórum tegundum: blóðbergi, vallhumli, rjúpnalaufi
og ljónslöpp. f „Nýjum leiðum 11“ og Heilsuvernd hafði ver-
ið bent á gildi þessara nytjajurta og að af þeim mætti búa
til hinn bezta og heilnæmasta drykk. En hinsvegar vissi
ég ekki, í hvaða hlutföllum átti að blanda þeim saman.
Fyrst reyndi ég að hafa jafnþyngd af hverri tegund. En
þá varð vallhumallinn of áberandi, enda er hann mjög
bragðsterkur. Af honum notaði ég aðeins fræhnappinn, en
af rjúpnalaufinu og ljónslöppinni blöðin ein. Og síðan hefi
ég smámsaman bætt í þessa blöndu beitilyngi, smára, bald-
ursbrá og jafnvel fleiri jurtum, sem ég hefi látið fljóta með.
Jurtir þessar sker ég upp með vasahníf, nema rjúpna-
laufið, á það nota ég helzt pennahníf. Af ofangreindum
jurtum er Ijónslöppin einna fyrst til að spretta á vorin, og
hún fölnar með þeim síðustu. Blóðberginu fer ég að safna
næsta á eftir henni. Það tek ég helzt, rétt áður en fræ-
hnappurinn springur út, og læt sjálfa hrísluna ósnerta. Þá
kemur smárinn og rjúpnalaufið. Þau grös þykja mér að-
gengilegust, áður en þau fara nokkuð að blómstra, og tek
ég þau eins nærri rótinni og hægt er, án þess að óhreinindi
þurfi að fylgja með. Beitilyngið sker ég upp með öllu og
ekki fyrr en það er farið að blómstra, enda illt að sjá það
áður, Það blómstrar ekki fyrr en síðast í ágúst. Af bald-
ursbránni nota ég einungis fræhnappinn, tek jafnvel stund-
um hvítu blöðin af, en það er alltof tafsamt.
Eg er komin á þá skoðun, að baldursbráin sé mjög heil-
næm jurt, bæði drykkir af henni og eins í bakstra við út-
vortis bólgum og sárum, og ég býst við, að hún jafngildi
kamillujurtinni. Ekki hefi ég heldur orðið þess vör, að hún
skemmi bragðið, þótt henni sé blandað í aðrar drykkjar-
jurtir, fremur hið gagnstæða.
Eg tíni hverja tegund út af fyrir sig og aðeins þegar vel
er þurrt á grasi. Þegar heim kemur, hreinsa ég jurtirnar
sem allra fyrst og mjög vandlega og tíni úr þeim allt rusl,
set þær í gisna léreftspoka og síðan til þurrkunar, aðallega
á snúrum, annaðhvort í hjalli eða undir beru lofti. En þá