Heilsuvernd - 01.03.1952, Side 36

Heilsuvernd - 01.03.1952, Side 36
32 HEILSUVERND Á víð og dreif ÞjóÖir sem þekkja ekki salt. Til eru heilar þjóðir eða þjóð- flokkar, sem þekkja ekki salt og eiga það orð jafnvel ekki til í máli sínu. Meðal þeirra má telja Kirgísa, sem er hirð- ingjaþjóð austan Kaspíahafs, Tungúsa, sem búa nyrzt í Síb- eríu og lifa á hreindýrum, arabaflokka, hiröingjaþjóöir í Suður-Ameríku, Biiskmenn, sem eru hálfgerð dvergþjóð í Suður-Afriku og taldir elztu frumbyggjar þar, svo og frum- byggjar Ástralíu og Eldlands. (WMM) Vangœfum börnum fjölgar í Englandi. Eftirlitskennari, sem farið hefir um gjörvalt England, skýrir svo frá, að þegar hann hóf kennslustörf fyrir 27 ár- um, hafi í hverjum 40 barna bekk verið að meðaltali 2 til 3 vangæf börn. Nú séu víðast 15 til 18 vangæf börn í hverj- um 40 barna bekk, og í námu- héruðum Mið-Englands og Wal- es nái fjöldi þeirra 50% og jafnvel fram yfir það. „Hreinasta hugsunarvilla“. Dr. J. C. Thomson, yfirlækn- ir í Kingston Clinic i Edinborg, segir: „Eina leiðin til að sigr- ast á langvinnum sjúkdómum er að útrýma orsökum þeirra. .... Að láta sér til h'ugar koma að „lækna“ líkamlega sjúk- dóma, meðan orsakir þeirra eru látnar óáreittar, er ekki ein- asta rökleysa, heldur er það hreinasta hugsunarvilla." (Rude Health). Vilja ekki viöurkenna mistök sín. Prófessor Banting, sem fræg- ur varð fyrir uppgötvun insúl- ínsins, lét svo ummælt í blaða- viðtali, að röng næring væri að- alorsök sykursýki, og að hægt væri að halda henni i skefjum eða lækna hana með réttu mat- aræði. En að grípa til slíkra ráða og hafna insúlíninu væri að „viðurkenna mistök sín.“ Er ekki einmitt i þessu fólg- in skýringin á því, hve læknar eru tregir til að yfirgefa ýmis „viðurkennd" lyf og læknisráð, sem að engu gagni koma? Bannaö aö „bæta“ hvítt hveiti. Um allmörg ár hafa hveiti- framleiðendur bætt fjörefnum og steinefnum i hvítt hveiti til þess að bæta neytendum upp þau efni, sem þeir eru sviptir, þegar hýðið er skilið frá. Hefir þetta af flestum verið talin þýð- ingarmikil framför. Nú hafa dýratilraunir í Kanada sýnt, að þetta „bætta" mjöl veldur ó- tímabærum ellihrumleik og skyndilegum dauða. Kanada- stjórn hefir því lagt bann við því, að í hveitið sé bætt nokkr- um tilbúnum fjörefnum eða steinefnum. (Rude Heaith)

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.