Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 6
HEILSUVERND Jón Gauti Pétursson: nðttórulœhninga- stefnuiar í sveitum. Kenningar og starfsemi N.L.F.I. hafa lítilli útbreiðslu náð í sveitum landsins, enn sem komið er. Liggja að sjálf- sögðu til þess ýmsar ástæður, og það fyrst, að enn hefir lítið verið að því gert þar að fræða fólk um tilgang og stefnu þessa félagsskapar. Verður að sönnu að virða það til vorkunnar, þótt félag, sem einungis styðst við áhuga og fórnfýsi sjálfboðaliða, geti ekki unnið að útbreiðslustarf- semi í öllu landinu í senn. Þó mun svo komið, fyrir elju og dugnað slíkra áhugamanna, að þorri landsmanna, einn- ig í sveitum landsins, mun hafa spurnir af því, að þessi félagsskapur sé til, og hver sé tilgangur hans í aðalatrið- um, þótt þar gæti ýmissa missagna. En tveir annmarkar koma strax fram gagnvart sveitafólki, sem þó kynni að vilja gefa þessu málefni gaum, og hefir jafnvel aflað sér raunhæfrar vitneskju um þá breytingu daglegra lifnaðar- hátta, sem felst í kenningum og starfsemi þessa félags- skapar: Annar er sá, að uppi um sveitabyggðir er, að m. k. um mikinn hluta árs, mjög torvelt að hafa tiltæk þau matvæli, sem ákjósanlegust eru til að ná fullum árangri af breytingu mataræðis. Hinn er sá, að með slikri breytingu

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.