Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 34
94 HEILSUVERND FÉLAGSFRÉTTIR O. FL. Matreiðslubókin kom út í byrjun júlí, og seldist fyrsta prentun upp á einum mánuði. Önnur prentun kom út snemma í ágúst, og stendur salan enn sem hæst. Verður þetta vafalaust metsölu- bók félagsins, en til þessa hefir Matur og megin skipað þann sess. Kornmyllur eru nú komnar upp á Akranesi og Siglufirði á veg- um félagsdeildanna þar, auk Akureyrar og Reykjavíkur. í pöntun er mylla fyrir ísafjarðardeildina. Heilhveitibrauð úr nýju mjöli frá kornmyllu N.L.F.Í. í Reykja- vík eru nú bökuð í nokkrum brauðgerðarhúsum i Reykjavík (sjá auglýsingar liér í heftinu). Þykja þau hið mesta lostæti, og hefir framleiðsla heilhveitibrauða úr innfluttu heilhveiti faRið niður með öllu i þessum brauðgerðarhúsum. Rúgbrauð úr nýju mjöli eru enn eigi bökuð i brauðgerðarhúsum, vegna þess að mjölið er nokkru dýrara en innflutt mjöl. Hins- vegar kaupa margar húsmæður mjölið, þrátt fyrir verðinismun, og baka rúgbrauð heima. Bökunardúnkar til bökunar á rúgbrauðum eru framleiddir og seldir i tveimur stærðum í blikksmiðju Guðm. Breiðfjörð. Hressingarheimili N.L.F.I. að Varmalandi starfaði frá 20. júni til ágústloika. Aðsókn var meiri en hægt var að fullnægja. For- stöðukona var ungfrú Benny Sigurðardóttir frá Hvammstanga. I húsmæðraþættinum lýsir hún matseðli eina viku. Að öðru ieyti verður frásögn af starfseminni, sem gekk mjög að óskum, að biða næsta heftis. Jónas Kristjánsson, forseti N.L.F.I., varð 82 ára hinn 20. sept. Hann dvaldi að Varmalandi i sumar sem læknir heimilisins og flutti jafnan erindi á laugardagskvöldum. Þá flutti hann tvö erindi að lokinni guðsþjónustu í Stafholtskirkju. Ekki hélt hann alveg kyrru fyrir, því að tvisvar gekk hann á Baulu (fór fótgangandi alla leið frá Varmalandi og til baka niður að Hreðarvatni, við þriðja mann), og einu sinni brá hann sér upp á Eiríksjöikul. Líkamsæfingakerfi, sem tekur aðeins 5 minútur daglega og er ætlað bæði konum og körlum á ölluin aldri, er nýlega komið út, fjölritað, á vegum „Atlas“-útgáfunnar (sbr. augl. á bls. VIII). Aðalfundur Náttúrulækningafélags Isafjarðar var haldinn 16. marz 1052. Á starfsárinu voru haldnir 2 fundir, og á báðum voru lesnir upp kaflar úr ritum NLFÍ. Á aðalfundinum var borið fram íslenzkt te með snmrðu brauði og sýnd kvikmynd. Stjórnin var end- urkosin. Enmfreniur var kosin nefnd til að athuga möguleika á að koma upp jarðhúsi fyrir félagsmenn til geymslu garðávaxta. Félaga- tal í árslok 55. (Framhald á bls. 95 neðst).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.