Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 30

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 30
90 HEILSUVERND voru nefndir „grasætur" með mikilli fyrirlitningu, fyrir að leggja sér til munns hrátt grænmeti. Nú mundi sá mað- ur þykja koma sem álfur út úr hól, er teldi hvítt hveiti og sykur fullkomnar fæðutegundir eða iegði einhverjum það til lasts að borða hrátt grænmeti. Það er ómótmælanleg staðreynd, lesendum Heilsuvernd- ar vel kunn, að á jurtafæðu einni saman, jafnvel án mjóik- ur, er auðvelt að lifa góðu lífi og fulikomiega heilbrigður, hvernig svo sem vinnu eða loftslagi er háttað. I fyrri heimsstyrjöldinni sat á rökstólum alþjóðamat- vælanefnd, skipuð þekktum vísindamönnum og næringar- fræðingum. Á fundi sínum í París ræddi nefndin um skömmtun kjöts og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri nauðsynlegt, næringarlega séð, að ákveða nokkurt lágmark, „. .. . vegna þess að líffræðiiega séð er kjöt- neyzla óþörf, þar eð mjólk, ostar, egg, hnetur og ýmis jurtafæða inniheidur samskonar eggjahvítu og kjötið“. Þá segir hinn kunni næringarfræðingur, prófessor Mc- Collum við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum: „Stærsta skrefið í þá átt að efla heilbrigði aimennings í þessu landi væri í því fólgið að draga úr kjötneyzlu flestra heimila, en auka neyzlu mjólkur og grænmetis......Við gætum iagt kjötneyzlu niður með öllu án þess að hafa á nokkurn hátt verra af“. Þekktur franskur læknir, próf. Dujardin ’beaumetz, benti á það fyrir mörgum árum, að fiskur stæði kjöti að baki sem fæðutegund, vegna þess hve fljótt hann rotnar. Hér er að vísu ekki sagt beinum orðum, að hófieg neyzla kjöts og fisks sé skaðleg. En í Heilsuvernd og í öðrum rit- um N.L.F.f. hafa verið leidd sterk rök að því, byggð á vís- indarannsóknum og margháttaðri reynslu, að manninum sé ekki eðlilegt — og beinlínis skaðlegt, að leggja sér þessar fæðutegundir til munns. Um rökin gegn neyzlu mjólkur skal ekki rætt hér. Sjálf- sagt hafa þeir menn, sem lifa án mjólkur, eitthvað til síns máls. Og sýni reynslan, að viðurværi þeirra fullnægi lífs-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.