Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 11

Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 11
HEILSUVERND Brynjúlfur Dagsson, læknir: Um tóbflk oo tóbahsnoiitn Erindi flutt í ríkisútvarpið 27. júní 1952. Tóbaksnautn, einkum sígarettureykingar, hafa vakið aukna athygli lækna og vísindamanna viða um heim nú á allra síðustu árum, vegna þess fyrst og fremst, að vaknað hefir grunur um, að óhófleg tóbaksnotkun, einkum reyk- ingar — og alveg sérstaklega sígarettureykingar — kunni að vera orsök til krabbameins í lungum, en sá sjúkdómur virðist fara ört vaxandi á síðari árum. Hér á landi hefir prófessor Níels Dungal vakið máls á þessu opinberlega. Hér er lungnakrabbi að vísu mjög sjaldgæfur sjúkdómur, enn sem komið er a. m. k. Próf. Dungal telur ástæðuna þá, að til skamms tíma hafa sígarettureykingar verið tiltölu- lega hóflegar hér á landi. En hann spáir breytingu í því efni, að lungnakrabbi gæti farið í vöxt, ef svo fer fram, sem nú horfir um hóflitlar og vaxandi sígarettureykingar. Alvarlegum og vel rökstuddum aðvörunum, sem fram hafa komið, hefir þó verið lítið sinnt til þessa, og tóbaks- notkun fer enn vaxandi, rneð ískyggilegum hraða að sumra manna máli. Enda er við ramman reip að draga, því að ræktun, iðnaður og sala tóbaks er stórkostlegt hagsmuna- mál heilla þjóða, að því ógleymdu, að það gefur sítómum

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.