Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 31
HEILSUVERND 91 þörfunum jafnvel og jurtafæða ásamt mjólk, á slíkt viður- væri fyllsta rétt á sér, og það er meira en lítill skortur á frjálslyndi að amast við því. Ef læknir bannar magaveikum manni að drekka kaffi, borða sætar kökur, kjöt eða fisk, þá er það talinn sjálf- sagður hlutur. En hinn sem forðast þessi matvæli til að koma í veg fyrir, að hann verði magaveikur, er kallaður sérvitringur eða ofstækismaður. Betur að slíkum „ofstæk- ismönnum“ færi fjölgandi í landinu. Að lokum þetta: Það er því miður alltof algengt, að menn hafi ekki kjark til að fylgja sannfæringu sinni í daglegum háttum, af ótta við að vekja á sér eftirtekt eða verða að athlægi. Þannig veigra margir sér við jafnsjálfsögðum hlut og að biðja um heitt vatn í stað kaffis. Og enn óbærilegra finnst sumum að þurfa að láta á því bera, að þeir borði ekki allan venjulegan mat, svo sem kjöt eða fisk. Sami óttinn knýr margan unglinginn til að reykja fyrstu sígarettuna og drekka fyrsta vínglasið. B. L. J. EKKI TÍMABÆRT AÐ VINNA GEGN REYKINGUM. í júlímánuði þessa árs var í Belgíu haldin alþjóðaráðstefna sérfræðinga og vísindamanna, sem vinna að rannsóknum á krabba- meini í lungum. Það kom fram á ráðstefnunni, að þessi sjúk- dómur hefir færzt mjög i vöxt á undanförnum árum, og þóttu böndin berast mjög að sígarettureykingum sem meginorsök þeirrar aukningar. Á ráðstefnunni kom fram tillaga um, að hafin yrði allsherjarbarátta gegn óhóflegum reykingum. Tillagan náði ekki fram að ganga. Meirihluta fundarmanna þótti ekki tímabært að hefja áróður gegn óhóflegum reykingum. Hinsvegar var samþykkt að halda áfram rannsóknum og skýrslusöfnun. Heilsuvernd hefir ekki tengið frumheimildir fyrir frétt þessari, sem er tekin úr islenzku dagblaði. En ekki er ástæða til að ætla annað en að rétt sé með farið, og þessi afstaða ráðstefnunnar er ijóst dæmi þess, sem þvi miður er alliof algengt hjá vísindamönn- um, sem fást við læknisfræðilegar rannsóknir: að þeir slitni úr tengslum við lifið sjálft og sjái ekki annað en þær ltöldu tölur og tákn, sem skýrslur, efnarannsóknir eða smásjáin sýna þeim. Það er vísindaleg staðreynd, að miklar reykingar skaða líkamann

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.