Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 19
HEILSUVERND 79 öðrum, uppeldi barnanna og heilsa heimilisfólksins. Breyt- ingar á daglegu viðurværi munu yfirleitt baka henni fyr- irhöfn, fyrst með lestri bóka eða annarri fræðsluviðleitni, og þegar tii framkvæmdanna kemur, þarf hún jafnan að þreifa sig áfram og jafnvel að vinna þug á andúð og mót- spyrnu. En fáist húsmóðirin á annað borð til að láta sér skiljast, hve mikla þýðingu mataræðið hefir fyrir velferð manns síns, barna og annarra heimamanna, þá er björn- inn unninn. Svo mjög sem íslenzkar konur bera fyrir brjósti velferð heimafólks og setja sinn metnað í, að því líði sem bezt, munu þær ekki telja eftir sér aukaspor og aukaerfiði til þess að gera hlut þess sem beztan. 1 Matreiðslubók N.L.F.Í. eru, auk fjölda uppskrifta, sem hver húsmóðir getur notað eða stuðst við, ítarlegar bend- ingar og ráð til umbóta á mataræði almennt. Sérstakur kafli er helgaður sveitafæðinu, og er þar m. a. rætt um verkun kjöts og sláturs. I framhaldi af því, sem sagt er hér á undan um mataræðisbreytingar, vil ég að lokum taka hér upp þáttinn um hádegisverðinn úr þessum kafla bókarinnar (bls. 58): Með kjöt- eSa fiskmáltíðum á að borða sem mest af grænmeti og rótarávöxtum, hrátt eða soðið eftir atvikum og smekk. Og það er ekki endilega sjálfsagt að lita á kjötið eða fiskinn sem aðal- rétt. Menn ættu að læra að borða kjöt eða fisk með grænmeti og kartöflum, í stað þess að flestir fá sér eina eða tvær kartöflu- mærur með stærðarstykkjum af kjöti eða fiski. Þá væri einkar vel til fallið að taka upp „grænmetisdag“ einu sinni eða tvisvar í viku, eins og alsiða er á beimilum erlendis. Og til frekari til- breytingar mætti gera tilraun með „hrámetisdaga" með allskonar hrásalötmn og ef til vill soðnum kartöflum og brauði vegna þeirra, sem geta ekki sætt sig við hrámetið eintómt. Þannig getur hús- móðirin breytt fæðinu i það óendanlega, sjálfri sér og heimilis- fólki sinu til ánægju og hollustu. Auðvitað verður hún meira á sig að leggja en við hina venjulegu matreiðslu, einkum fyrst í stað. Þetta útheimtir meiri umhug'sun og kernur ekki af sjálfu sér. En einmitt þessvegna örvar það starfsgleðina, ekki sízt ef fyrstu tilraunirnar takast vel. Og af mistökunum lærir hún. Hún leggur ekki árar i bát, þó að einstakir heimilismenn láti sér fátt

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.