Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 32
92 HEILSUVERND í heild og ýniis einstök iíffæri. Og þótt það sé ekki fullsannaði, að þær eigi sök á lungnakrabba, gátu hinir lærðu menn ekki geng- ið þess duldir, að öflug herferð af þeirra hendi gegn óhóflegri neyzlu tóbaks mundi bjarga mörgum manninum úr eyðandi eldi þessa nautnalyfs, firra menn heilsu- og fjörtjóni og vera stórt skref í áttina til betra heilsufars almennings. Slíkur áróður er þvi alltaf tímabær og jákvæður. Hinsvegar er afstaða meiri- hlutans sambærileg við það, að ekki væri byrjað að slökkva eld i húsi, fyrr en fullvíst væri, að einhver mundi brenna inni. íslenzkir læknar um reykingar. Nýlega hafa tveir íslenzkir læknar sagt reykingamönn- um óspart til syndanna og ekki talað tæpitungu um skað- semi tóbaksins. I Fréttabréfi um heilbrigðismál hefir Níels Dungal prófessor ritað ágæta grein um heilsuspillandi áhrif tó- baksins. M. a. varar hann stúlkur sérstaklega við þessum skaðlega ósið. Hann bendir á, að konur fái af reykingum þurran, ljótan rolluhósta, sem fæli menn frá þeim, og þeim hætti við að fá gráan ljótan litarhátt og ljóta húð. Þá skýr- ir próf. Dungal frá því, að reykingar dragi úr blóðrás til legsins og fóstursins hjá vanfærum konum og hafi því skaðleg áhrif á afkvæmið. Og hann kemst svo að orði, að með reykingum séu menn „að brenna göt á heilsu sína“. Þá flutti Brynjúlfur Dagsson, héraðslæknir á Hvamms- tanga, nýlega erindi í útvarpið um áhrif reykinga á heilsuna. Hefir læknirinn góðfúslega látið Heilsuvernd erindið í té, og birtist fyrri hluti þess hér í heftinu. I síðari hlutanum, sem birtist í næsta hefti, fer höfundur hörðum orðum um þann algenga ósið. reykingamanna að vaða reykjandi inn um hús og híbýli manna og taka upp sígarettur eða vindla án þess að biðja um leyfi eða þeim sé boðið. Það þætti þágborin hegðun í ókunnu húsi að draga kóka- kólaflösku eða viskípela upp úr vasa sínum og fara að staupa sig í makindum. I rauninni er það sama ókurteisin að taka upp sígarettu, jafnvel þó að beðið sé um leyfi, því

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.