Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 21
HEILSUVERND Benny Sigurðardóttir: Húsmæðraþáttur. Viku matseðill frá hressingarheimili NLFl sumarið 1952. Frú Dagbjört Jónsdóttir hefir beðið mig að lýsa daglegu fæði í hressingarheimili NLFf að Varmalandi sl. sumar. Margir virðast eiga erfitt með að trúa því, að hægt sé að komast af án þess að bragða kjöt eða fisk og halda, að það sé næsta fábreytt og leiðigjarnt. En reynslan sýndi, að dvalargestum bragðaðist maturinn vel, bæði hrár og soð- inn, og yfirleitt þeim mun betur, sem þeir dvöldu lengur. Sama var um okkur starfsstúlkurnar að segja, enda bragð- aði engin okkar annan mat en þann, sem var á borðum fyrir dvalargesti, og söknuðum við einskis. Hér fer á eftir matseðill tekinn af handahófi eina viku í ágúst. Til skýringar matseðlinum vísast til hinnar nýút- komnu Matreiðslubókar NLFf. Það skal tekið fram hér, að ekki var keypt eða notað eitt einasta gramm af hvítum sykri, hvítu hveiti né öðru mjöli, nema lítið eitt af hafra- mjöli, heldur var kornið keypt heilt (rúgur og hveiti), mal- að eftir hendinni og mjölið notað í brauð, grauta og kökur. Matarsalt var ekki notað. Kaffi eða útlent te sást ekki held- ur. Þess skal ennfremur getið, að kvöldverður var jafnan hinn sami, svo að honum er lýst aðeins einu sinni. Sama er að segja um morgunverð. Með eftirmiðdagsdrykk var borið brauð á sunnudögum aðeins. Sunnudagur: Ivl. 7% Skyrmysa. Kl. 8% Súrmjólk með rúsínum, spíraðnr rúgur, hveitihýði, haframjöl, skornir iiafrar, smábrytjaður arfi. Kl. 12 Hádegisverður: Grænmetissúpa með glóðarbökuSu heilhveitibrauSi, hvítkálsbúSingur, bakað blómkál

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.