Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 20
80 HEILSUVERND um finnast eða hreyfi mótmælum. En affarasælast mun vera að koma nýjungunum á smátt og smátt. B. L. J. FÖÐURTILRAUNIR MEÐ HVEITI. 1 Fréttabréfi um heilbrigðismál segir: „Ölvaður maður má ekki aka bíl. Gallinn er bara sá, að mönnum, sem hafa fengið sér nokkur glös, finnst beir alls ekki vera ölvaðir. Áfengið lamar ekkert eins fljótt og dómgreind mannsins, og flestum finnst þeir fullfærir að aka bíl, þótt öðrum kunni að sýnast annað. .. Þótt ekki sé drukkið nema lítið, hefir það tvennskonar áhrif á bilstjórann: Hann ekur verr, en hann heldur, að hann aki betur. Þessi sjálfsblekking er ef til vill það hættulegasta við áfengisneyzlu bilstjóra. Þótt maður hafi ekki drukk- ið nema einn sjúss, er hægt að sýna fram á, að hann er 15% lengur að stöðva bíl eða snúa hjóli heldur en allsgáður. Bílstjórinn ekur oft hraðar en annars, vegna oftraustsins á sjálfum sér, og Það eykur enn á slysahættuna. Sá, sem er undir áhrifum áfengis, er skraf- hreyfari og hættir þvi frekar til að beita ekki eins athygli sinni að akstrinum. Menn þurfa ekki að hafa drukkið mikið til þess að sjón þeirra dofni um þriðjung. Dr. Goldberg við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi, sem miklar rannsóknir hefir gert á þessum hlutum, segir, að áfengisneyzla verki eins á mann og að setja upp sólgleraugu í rökkri eða myrkri. Mönnum sést frekar yfir fólk og hvað eina, sem á vegi manns verður, og ef sterkt ljós kemur á móti, tekur lengri tíma fyrir sjónina að ná sér á eftir.“ Menningarplágan mikla, 8. rit NLFÍ, segir frá merkilegum rann- sóknum á áhrifum smárra áfengisskammta á líkamann og ýmis algeng störf. FÓÐRUNARTILRAUNIR MEÐ HVEITI. Enska læknablaðið British Medical Journal skýrir frá því árið 1946, að iæknirinn og vísindamaðurinn Sir E. Mellanby hafi gert tilraunir, er sýndu, að hundar, sem gefið var hveiti bleikt með agene (köfnunarefnistríklóríd), urðu taugaveiklaðir og floga- veikir, en losnuðu við þessi sjúkdómseinkenni, ef þeir voru nærð- ir á óbleiktu hveiti. Hveitið, sem notað var við tilraunirnar, var venjulegt matarhveiti. BLaðið bætir þvi við, að það sé mjög svo „óheppilegt, að fæða, sem er óliæfur liundamatur, skuli vera notuð sem matvara“. Síðan hafa tveir hópar vísindamanna í Ameríku endurtekið þessar tilraunir á hundum, köttum, rottum og öpum með svip- uðum árangri. (Honest bread).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.