Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 18
78 HEILSUVERND ina spenvolga og ferskt grænmeti úr garðinum talsverðan hlnta ársins, ef bóndinn, húsmóðirin eða börnin vilja verja sem svarar nokkrum mínútum á dag í ræktun þess, en slík iðja er flestum störfum heilnæmari, skemmtilegri og þroskavænlegri. Þá eru í bókinni bendingar um það, hvernig hægt er að afla sér á ódýran og auðveldan hátt ýmissa heiinæmra innlendra matvæla árið um kring, ekki síður í sveitum en í kaupstöðum. Það er að nokkru leyti á misskilningi byggt, að með því að taka upp viðurværi náttúrulækningastefnunnar þurfi sveitafólk ,,að mjög miklu léyti að sniðganga eigin fram- leiðslu“. Þetta á við um kjötið fyrst og fremst. En því er til að svara, að nú um skeið hefir kjötframleiðslan í landinu ekki fullnægt eftirspurn, svo að það virðist ekki koma að sök, þó að innlend neyzla minnki eitthvað. Og hér vil ég enn vitna í Matreiðslubókina, þar sem segir svo (bls. 56): í þessu sambandi er vert að minna á þá alkunnu staSreynd, sem virðist furðu lítill gaumur gefinn á alþjóða vettvangi, að á hverri flatareiningu ræktaðs lands má framleiða fæðu handa 10—20 sinnum fleira fólki, sé landið notað til ræktunar á kart- öflum eða ltorni til manneldis, heldur en ef eingöngu er fram- leitt kjöt. Væri þessi vitneskja réttilega hagnýtt, þyrftu engin börn að gráta af sulti eða vezlast upp og deyja af hungri eða efna- skorti. Það er til yfirfljótanlega nóg af ræktarlandi til að brauð- fæða alla jarðarbúa, sé það hagnýtt á réttan hátt. Loks minnist Jón Gauti réttilega á þá fyrirhöfn, sem tilbreytni í mataræði baki húsmæðrum. Hjá þessum ann- marka verður varla sneitt, einkum þegar þess er gætt, að sjaldnast mun allt heimilisfólkið á einu máli um gagngerð- ar breytingar á daglegu viðurværi. „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi". Hér er að engu get- ið hlutverks konunnar, sem er valdamesti einstaklingur þjóðfélagsins. „Húsmóðirin er stólpi heimilisins“, mætti bæta við. Á hennar herðum hvílir, fremur en á nokkrum

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.