Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 15
HEILSUVERND 75 eða öll líffæri. Annars afeitrast blóðið í lifrinni, og líkaminn hefir undraverða hæfileika til að venjast eitrinu og gera það óskaðlegt. Þessvegna þola vanir tóbaksmenn stóra skammta, án þess séð verði, að það valdi bráðu tjóni. Nokk- ur hluti eitursins síast út gegnum nýrun á 2—4 dögum. Bráð tóbakseitrun er engan veginn óalgeng, einkum hjá byrjendum, svo að flestir, sem annars hafa smakkað á tó- baki, munu kannast við hana. Hún lýsir sér með vanlíðan, svima og köldum svita, fölva, ógleði, uppköstum, maga- verkjum og niðurgangi, slappleika og magnleysi, jafnvel meðvitundarleysi. Þetta stendur venjulega í einn til nokkra tíma, og menn ákveða að gera þennan fjanda aldrei aftur. Við langa og mikla tóbaksnotkun getur komið fram „krónisk tóbakseitrun“, vegna áhrifa eitursins á flest eða öll líffæri líkamans. Hjarta og æðakerfi verður mjög fyrir barðinu á nikótín- inu. Hjartsláttur breytist, verður oftast hraðari, 5—10 slögum á mínútu, sjaldnar hægari en eðlilegt er. Það getur valdið hjartanu aukaslögum, jafnvel hjartatitring. Blóð- þrýstingur hækkar — ein til tvær sígarettur eða lítill vind- ill geta valdið blóðþrýstingshækkun um 20—30mm, og er það síður en svo heppilegt fyrir roskna menn, sem e. t. v. hafa of háan blóðþrýsting fyrir. (Við byrjandi eitrun og einkum hjá byrjendum eða við ofsalega neyzlu getur blóð- þrýstingurinn þó lækkað). Tóbakið er æðaeitur fyrst og fremst. Það veldur krampa- kenndum samdráttum í öllum slagæðum líkamans, svo að þær herpast saman og næring vefjanna truflast og minnkar. Hvergi verða áhrif þess eins tilfinnanleg og í kransæðum hjartans, sem þrengjast og kalkast yfirleitt mun fyrr hjá reykingamönnum en hinum, sem ekki neyta tóbaks. Loks getur svo farið, að önnur eða báðar kransæðarnar lokist á parti, og fær þá meiri eða minni hluti hjartans litla eða enga næringu. Þessu fylgir mikil hjartakvöl og lífshætta, ef mikil brögð verða að. Þegar menn deyja úr svonefndu

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.