Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 9
HEILSUVERND
5
hafi stórhrakað á síðustu áratugum. Þetta er ekki annað
en það, sem núlifandi, eftirtektarsamir menn hafa borið
vitni um hér á Islandi. Fyrir 60 árum var sykursýkin
óþekkt hér, botnlangabólga fágæt, svo og tannveiki fyrir
100 árum, sem sjá má á því, að þar sem kirkjugarðar hafa
blásið Upp, þar hafa flestar höfuðkúpur verið með heil-
um tönnum. Þannig tók Vilhjálmur Stefánsson um 50 höf-
uðkúpur úr gömlum kirkjugarði, og var þar varla skemmda
tönn að finna. Hve margir skyldu grafnir nú með allar
tennur heilar?
Um heilsufar manna hefir Alexis Carrel komizt svo að
orði, í nóbelsverðlaunábók sinni, Man the Unknown:
„Eins og öllum má vera ljóst, er um tvennskonar heilsu
að ræða, náttúrlega heilsu og gerviheilsu. Vísindaleg lækn-
isfræði hefir gefið mönnum gervi'heilsu og vernd gegn all-
mörgum næmum sjúkdómum, og má kalla það góðra gjalda
vert. En gáfaðir og kjarkmiklir menn láta sér ekki lynda
heilsu, sem er aðeins sjúkdómaleysi, eða sjúkdómar á lágu
stigi, og er komin undir sérstöku dekri í mataræði, sífelld-
um inndælingum inn í hold manna, tilbúnum fjörefnum og
stöðugum læknisrannsóknum og eftirliti. Dugandi menn
gera kröfu um náttúrlega heilbrigði og algert ónæmi
fyrir afsýkjandi kvillum og 'hrörnunarkvillum. Þessir menn
vilja vera undanþegnir sjúklegum kvíða um heilsu sína.
Læknisfræðin verður þá fyrst makleg óskoraðs lofs, er
henni tekst að finna ráð til að gera líkama manna ónæmán
fyrir sjúkdómum, þreytu og nagandi kvíða um heilsuna.
Vér verðum að endurskapa manninn, andlega og líkamlega,
til þess að losna við hverskonar kvilla, en gefa honum í
þess stað náttúrlegt öryggi, sem veitir honum lífsgleði og
andlegt frelsi, en það eru skilyrðin fyrir fullkominni lífs-
sælu manna.“
Fullkomin heilbrigði verður ekki fengin með byggingu
fleiri og stærri sjúkráhúsa, og ekki með lyfjaáti, heldur
með því einu að gera mönnum kleift að lifa heilbrigðu lífi
og varðveita náttúrlega heilbrigði, og til þess er sterkasta