Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 10
6
HEILSUVERND
vopnið og meginþátturinn náttúrleg og lifandi fæða. En
mikið af þeim matvörum, sem fluttar eru landsmönnum,
eru með þeim annmarka að skapa sjúkdóma, frekar en
heilþrigði. Svo er um hvítt hveiti, hvítan sykur og hvít hrís-
grjón, ennfremur eitraðar nautnavörur, svo sem áfengi,
töbak, kaffi, sælgætisvörur og kólavörur. Sala á þessum
vörum er bein og óbein sjúkdómaræktun. Líkt má segja um
gervifæðutegundir og niðursuðuvörur. Sannarlega lýsir
það mikilli vanþekkingu, að ekki skuli vera meira eftirlit
haft með hollustusemi þeirrar matvöru, sem börnum lands
vors er fengin til neyzlu. T. d. er það á flestra vitorði, að
gamalt mjöl er miklu næringarminna en nýtt mjöl, auk þess
sem hættulegum eiturefnum er blandað í hið innflutta mjöl.
Á 'hvítu eiturbleiktu hveiti einu saman — auk vatns — getur
enginn maður lifað lengur en 10—12 daga,'ella er 'honum
bani búinn. Sama er um hvíta sykurinn að segja, og er
hann þó enn hættulegri. Eigi að síður er hann fyrsta nær-
ing, sem nýfæddu barni er gefin. Mikil dæmalaus vanþekk-
ing felst innan vébanda hinnar vísindalegu læknisfræði,
sem kallar sig svo.
Vér íslendingar stöndum mörgum betur að vígi með
að skilja, hvílík dauðans forheimskun það er að banna
ekki innflutning á hvítu 'hveiti og hvítum sykri, svo aug-
ljóst sem það er, hvílíkt afhroð þjóðin hefir goldið á heilsu
sinni af völdum þessara fæðutegunda. í kjölfar þeirra fór
hröð aukning hrörnunarkvilla, svo og berkalveiki, sem lét
þá fyrst undan síga, þegar skipulagsbundin herferð var
hafin gegn útbreiðslu hennar af völdum smits. En í þeirri
baráttu hefir læknum yfirsézt, hér sem annarsstaðar, að
berklaveikin er fyrst og fremst manneldissjúkdómur. Rétt
manneldi, ásamt heilbrigðum lífsháttum í hvívetna, er eina
leiðin til að útrýma ekki aðeins berklaveiki, heldur
öllum hnignunar- og hrörnunarkvillum, allt frá tannveiki
til krabbameins. Mun ég færa líkur, sem stappa nærri fullri
sönnun, fyrir þessum fullyrðingum í næsta hefti HEILSU-
VERNDAR.