Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 12

Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 12
8 HEILSUVERND tiltölulega mesta útbreiðslu á hinum stóru búgörðum, en var svo bönnuð í tíð nazistastjórnarinnar, og er svo enn í Austur-Þýzkalandi. I Vestur-Þýzkalandi er aðferðin fyllilega viðurkennd af landbúnaðarvísindamönnum, og stjórnin styrkir tilraunastarfsemi í þessa átt. Víða úti um heim eru upplýsingastöðvar fyrir lífrænu ræktunaraðferðina. f Bandarikjunum t. d. eru varnir gegn uppblæstri víða framkvæmdar eftir lífrænum aðferðum. Stofnanir og upplýsingastöðvar hafa samvinnu sín á milli með mótum, tímaritum o. s. frv. og vinna í sambandi við hina náttúrufræðilegu deild frjálsa háskólans í Dornach í Sviss, „Gotheanum“. Nýtízku jarðrækt byggist á tilraunum, og hafa 'þær stuðl- að mjög að aukinni uppskeru. Hin lífræna ræktunaraðferð styðst einnig við tilraunir, en byggist fyrst og fremst á náinni athugun á náttúrunni. Gildi tilrauna er nefnilega mjög takmarkað, þar eð ekki er hægt af fárra ára tilraunum að draga ályktanir, sem gilt geti fyrir lengri tíma. Enda þótt hormónasprautanir hafi 'hagkvæmar beinar verkanir, t. d. í tvö eða fimm ár, þá er ekki ósennilegt, að slík notkun hormóna í 10—20 eða 50 ár geti haft svo sterkar skaðlegar verkanir, að betra hefði verið látið ógert. Skal nú gerð grein fyrir þeim skoðunum á náttúrunni, sem liggja til grundvallar fyrir hinni lífrænu ræktunar- aðferð. Lífið í náttúrunni einkennist af margbreytni, sem skipar sér í tegundir, en tegundirnar eru hver annarri háðar. Sem dæmi má nefna: öndun dýranna og kolsýrunám plantn- anna, að dýrin lifa á plöntum og dreifa fræjum þeirra, að plönturnar notfæra sér dauða dýralíkama o. s. frv. Nán- ari athugun sýnir fjölda dæma um víxlverkun tegundanna. Margbreytnin hefir ekki einkenni tilviljunar, heldur skipulagðrar heildar. Samstillingunni milli tegundanna og hlutföllunum milli útbreiðslu þeirra heldur náttúran alls- staðar, þar sem maðurinn grípur ekki inn til truflunar.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.