Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 16

Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 16
12 HEILSUVERND Ég var á sjötta ári, þegar fyrstu þrautirnar gerðu vart yið sig í öklum og höndum; hverju spori lærðist mér að velja sléttan flöt til þess að verjast sársaukanum; lófarnir drógust saman með hörðum hnútum, og fingurnir kreppt- ust hver af öðrum með bólgu í hverjum lið. Ég minnist fyrstu aðgerða enn í dag, er pabbi tálgaði tvær þunnar tréspelkur og þvingaði svo fingurna beina milli þeirra, og vafði að með ullarlopa. Þannig var einn fengur tekinn i senn hvert kvöld, áður en ég fór að sofa, og hafði ég umbúðirnar yfir nóttina. Erfiðlega gekk oft að sofna fyrir þrautum, en með þessum aðgerðum tókst að verjast því, að fingurnir krepptust til muna. Þegar séð varð, að sjúkdómurinn ágerðist og fleiri liða- mót fóru að bólgna, var farið með mig til læknis. Lét hann mig fá joð til að bera á bólgur, og inntökuduft til að draga úr verkjum. Þetta var fyrsta læknishjálp mín, sem ekkert stoðaði. Einnig var mér bannað að borða saltan eða súran mat, en óleyfilega var mér mikil nautn í að sækja einmitt í sýru- tunnuna og saltpokann. Þannig liðu dagar og ár, að ég fylgdist með í leikjum systkina minna einn daginn, og lá svo dögum saman í rúminu með sárum þrautum og bólgu í hverjum lið. Ég var örg í skapi og svo ístöðulaus, að ég mátti aldrei af mömmu minni sjá allt fram yfir fermingaraldur. Ég datt ekki oftar en það, að ég beinbrotnaði í hvert sinn. Einu sinni kraup ég á hnjám í hlaðvarpanum og féll óvið- búin fram á aðra öxlina, og hrökk þá viðbeinið í sundur. Fimm af barnatönnum mínum felldi ég aldrei, og komu þar aldrei fullorðinstennur undir. Þegar ég var 9 ára, var farið með mig til grasakonu. Mælti hún svo fyrir, að brenna skyldi öll bólgin liðamót með steinolíuvefjum að kvöldi, og morguninn eftir voru svo véf jurnar teknar af. Voru þá liðmótin eitt brunasár, sem var svo grætt með þar til gerðum grasasmyrslum. I hvert sinn hurfu mestu þrautirnar, og sýnileg bólga hjaðnaði að

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.