Heilsuvernd - 01.04.1953, Qupperneq 18
14
HEILSUVERND
En illur grunur sótti að mér öðru hvoru. Hrakti ég hann
á burt iengi vel, því að læknunum vildi ég, og varð að
treysta, annars yrði síðasta von mín rótfúin og dauð.
En raunin varð æ gleggri með hverju ári sem leið, að
heilsunni hrakaði hægt en markvisst. Alltaf vantaði mig
ár hvert fjölda fjörefna og kalk, þó að ég lifði á sömu fæðu
og vinnandi fólkið á heimilinu. Þróttleysi og liðaverkir á-
gerðust því meir sem líða tók á síðari hluta ársins.
Hverri umgangspest var ég næm fyrir. Lögðust þær
þungt á mig og færðu mig í harðsnúnari fjötra vanheils-
unnar hverju sinni. Auk þess tóku nú æ fleiri kvillar að valda
mér erfiðleikum, svo sem truflun á meltingu, brjóstsviði,
þarmakveisur, exem, slímhhúðarbólgur í augum og þar-
afleiðandi sjóndepra. Svefnleysi ásótti mig æ meir, sem
talið var stafa frá lágþrýstingi í blóði, og þar með stöðug-
ur höfuðverkur og viðkvæmni á taugum; öll hljóð og
hávaði gagntóku mig og lömuðu jafnvægi hugans, og loks
er svefninn sigraði andvökuna, tók við hin óttafulla, lam-
andi martröð. Einnig voru 'hálsbólga og hálseitlaígerðir
með hita ófrávíkjanlegir förunautar mínir frá bernsku-
árum. Þurfti ég því að læknisráði að eiga alltaf nægan
forða af svæfandi, róandi, deyfandi og græðandi pillum
og lyfjum, án þeirra var mér lífið oft svo óbærilegt, að
við lá, að ég missti tökin á sjálfri mér og gerði bráðan enda
á öllu saman.
Þannig var ástand mitt á heilsu, er ég kom í hið ný-
stofnaða hressingarheimili Jónasar Kristjánssonar læknis
sumarið 1951.
Fyrsta daginn, að ítarlegri rannsókn lokinni, reyndist
tauganæmi mitt og svefnleysi stafa frá blóðleysi (60%),
en ekki neinum óeðlilegum blóðþrýstingi. Þá í fyrsta sinni
á ævinni var ég blóðprófuð. Helztu lífsreglur, sem fyrir
mig voru lagðar, voru: sólblöð, leirböð og gufúböð, og að
borða algjörlega af þeim hráa moldargróðri, sem þar var
á borð borinn, einkum allar tegundir grænblöðunga.
Fljótlega sætti ég mig vel við kost þennan.