Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 21
HEILSUVERND Ásgeir Magnússon: Athugasemdir um saltneyzlu. Líklega hefði ég látið útrætt um saltneyzluna — sbr. Heilsuvernd 2. hefti 1952 — hefði ekki merkur læknir, sem ég hitti á götu, sagt við mig — fremur þó í gamni en al- vöru. Jæja, hefir þú ekki mikla aðsókn, og hvað margir læknast? Ég sagði: „Ég hefi enga aðsókn, því að ég er ekki læknir — ekki svo mikið sem skottulæknir — en ég veit það eitt: að sumir læknast". En þó að ég viti engin hundraðs-hlutföll í þessum efnum, þá held ég mig þó vita talsvert — og meira nú en áður — um samband saltneyzlu við psoriasis og fleiri kvilla. Ýmsir hafa skrifað mér eða símað til mín eða sagt mér af reynslu sinni í þessum efnum, er þeir hafa hitt mig. Af öllu þessu hefi ég orðið þess vís, að þessi hörundskvilli er furðulega útbreiddur og liggur sumsstaðar í heilum fjölskyldum. En honum er lítill gaumur gefinn, því að hann er sem kunnugt er ekki banvænn. Sumir, sem eru í fæði hjá öðrum, telja allmikil vand- kvæði á því að forðast saltmeti, vegna ríkjandi matar- tízku. Til dæmis eru ýmsar tegundir af fiskbúðingi og fisk- bollum brimsaltar. Sama gildir um hangikjöt og hangi- bjúgu. Þessar og þvílíkar matartegundir er tæpast hægt að útvatna, svo að matreiðslumenn og húsmæður verða annaðhvort að sniðganga þær við innkaup sín eða bera þær fram óætar af salti. Og ekki má gleyma smjörlíkinu. Sé það brætt, sezt venjulega undir það brimsaltur pækill. Hann má að vísu skilja frá feitinni, en þá breytist útlit vörunnar, svo að hún þykir ekki boðleg. En fleiri bera sök á of söltum mat en þeir einir, sem framleiða vöruna í verksmiðjunum. Saltnotkun í eldhúsum er víðast. hvar

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.